Menntaráð

1. fundur 17. janúar 2017 kl. 17:15 - 19:45 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson vara foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður menntasviðs
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1701446 - Grunnskóladeild-Pisa 2015

Helstu niðurstöður PISA kynntar.
Töluverð umræða skapaðist um niðurstöður í PISA 2015. Ákveðið er að menntasvið fari í frekari vinnu með niðurstöður í samstarfi við skólanna.

2.1701515 - Menntasvið-starfshópur um starfsumhverfi kennara í grunnskólum

Kynning á vinnu í Kópavogi vegna bókunar 1 í kjarasamningi grunnkólakennara.
Menntaráð fagnar stofnun starfshóps sem skoða á starfsumhverfi kennara. Ráðið óskar eftir að vera upplýst um framgang vinnunnar.

3.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Lagðar fram aukaspurningar fyrir Kópavog inn í foreldrakönnun í grunnskólunum.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti aukaspurningar með áorðnum breytingum.

4.1203096 - Upplýsingatækni í grunnskólum

Endurskoðun á stefnu um upplýsingartækni.
Menntaráð samþykkir að hefja endurskoðun á Upplýsingatæknistefnu fyrir grunnskóla samkvæmt tillögu menntasviðs. Helgi Magnússon var tilnefndur fulltrúi menntaráðs í starfshóp við gerð nýrrar stefnu.

5.1612207 - Ytra mat á grunnskólum 2017. Hörðuvallaskóli valinn

Lagt fram til kynningar.
Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis lagt fram.

6.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Umbótaáætlun skólans í kjölfar ytra mats lögð fram.
Umbótaáætlun lögð fram til kynningar.

7.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn

Umbótaáætlun skólans í kjölfar ytra mats lögð fram.
Umbótaáætlun lögð fram til kynningar.

8.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun

Fundaráætlun menntaráðs fyrir vormisseri 2017 lögð fram.
Fundaráætlun samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:45.