Menningar- og þróunarráð

7. fundur 15. júní 2011 kl. 16:00 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Fundinum var frestað um kl. 17:30 miðvikudaginn 15. júní og var fram haldið þriðjudaginn 21. júní kl. 16:00. Þar voru styrkumsóknir afgreidddar. Hjálmar Hjálmarsson var ekki á síðari fundinum.

1.1106310 - Umsókn um styrk til tónleikahalds og útvarpsþáttar um Sveinbjörn Sveinbjörnss. Bjartmar Sigurðsson.

Afgreiðslu frestað - svo hægt sé að ræða frekar við umsækjenda.

2.1106305 - Beiðni um styrk vegna dvalar á vinnustofu og sýninga erlendis. Kristín E. Garðarsdóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.1105204 - Umsókn um styrk til að semja leikrit um Axlar Björn. Ingi Hrafn Hilmarsson.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.1011281 - Fjárhagsáætlun 2011. Lista- og menningarsjóður. Úthlutun.

Bókun síðasta fundar er leiðrétt og er hún rétt svohljóðandi: Hafsteinn Karlsson, Una Björg Einarsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir verða í hópi sem fer yfir umsóknir og leggur fram tillögur um afgreiðslu þeirra.

 

Bókun ráðsins vegna úthlutunar styrkja: Óvenju lítið er til ráðstöfunar í ár vegna sérstakra aðstæðna. Ráðið bindur vonir við að það standi til bóta sem fyrst.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

 

Fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þykir mikilvægt að Menningar- og þróunarráð vinni sem fyrst að endurbótum á úthlutunarreglum úr Lista- og menningarsjóði eins og samstaða hafði náðst um í Lista- og menningarráði áður en það var lagt niður. Reglurnar verði gegnsæjar og jafnræðis gætt á milli einstakra menningar- og listgreina. Enn fremur telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks brýnt að staða sjóðsins sé ljós á hverjum úthlutunartíma.

 

Guðmundur Gísli Geirdal

Helga Guðrún Jónasdóttir

Una María Óskarsdóttir

 

Aðrir nefndarmenn tóku undir bókunina.

5.1106313 - Umsókn um rekstrarstyrk 2011. Kór. Vocal Project.

Menningar- og þróunarráð samþykir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

6.1106306 - Umsókn um styrk til gerðar leiðsögurita um Kópavog. Kristín Arnþórsdóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.1104015 - Styrkumsókn vegna myndlistarsýningar í Helsinki. Ólöf Erla Bjarnadóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8.1106304 - Umsókn um styrk til frumsköpunar, útgáfu og flutnings á nýrri íslenskri tónlist. Rúnar Þórisson.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.1106316 - Umsókn um styrk til útgáfu ljósmyndabókar. Björn Erlingsson.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10.1106315 - Umsókn um styrk til heimildamyndargerðar. Grímur Hákonarson.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11.1106308 - Umsókn um styrk vegna þátttöku í samsýningu leirlistarkvenna í Helsinki í mars 2011. Guðný Hafsteins

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

12.1105220 - Styrkumsókn. TKTK tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 300.000.

13.1106309 - Umsókn um styrk til tónleikahalds í Digraneskirkju. Dagrún Ísabella Leifsdóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

14.1104009 - Salurinn 2011 - ýmis málefni

Aino Freyja Jarvela og Einar Tómasson mættu á fundinn. Aino fór yfir málefni Salarins og lagði fram lista yfir þau tæki sem þarf að endurnýja eða kaupa fyrir Salinn. Einar fór yfir markmið Tónlistarfélags Kópavogs og aðkomu þess að Salnum. Hann hvetur til þess að ráðinn verði markaðsstjóri menningartorfunnar.



Samþykkt var tillaga um að forstöðumenn menningarstofnana Kópavogsbæjar hefðu með sér formlegt samráð og funduðu reglulega með starfsmanni menningar- og þróunarráðs. Markmiðið yrði að efla samstarf þessara stofnana, til dæmis með sameiginlegum sýningum eða viðburðum. Forstöðumenn stofnana skipti með sér verkum þannig að þeir verði eitt ár í senn ábyrgir fyrir þessu samstarfi.

15.1104011 - Styrkumsókn fyrir danshópinn Raven. Hrafnhildur Einarsdóttir.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 200.000.

16.1104007 - Ljóðahópurinn, Gjábakka. Beiðni um styrk

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 100.000.

17.1106311 - Umsókn um styrk til tónleikahalds og plötuútgáfu í tilefni 90 ára afmælis Kópavogsskáldsins Böðvars

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk vegna verkefnisins að upphæð kr. 200.000.

18.1104013 - Styrkumsókn vegna Tónlistarhátíðar unga fólksins. Guðný Þóra Guðmundsdóttir.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 800.000.

19.1106312 - Brother Grass. Umsókn um styrk vegna tónleikahalds í sundlaugum Kópavogs. Hildur Halldórsdóttir.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk vegna verkefnisins að upphæð kr. 150.000.

20.1103384 - Umsókn um rekstrarstyrk, vor 2011. Söngvinir.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

21.1009163 - Umsókn um rekstrarstyrk 2011. Kvennakór Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

22.1105219 - Umsókn um rekstrarstyrk 2011. Karlakór Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

23.1104019 - Umsókn um rekstrarstyrk 2011. Samkór Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

24.1106307 - Umsókn um styrk til að halda jazz- og blúshátíð Kópavogs í júní og Gítarveislu Bjössa Thor í október

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk vegna verkefnisins að upphæð kr. 300.000.

25.1106302 - Beiðni um styrk til að ljúka öðrum áfanga ritunar örnefna- og jarðalýsinga Kópavogskaupstaðalands. G

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk vegna verkefnisins að upphæð kr. 600.000.

26.1104307 - Stefnufundur um ferða- og menningarmál

Niðurstöður stefnufundarins sem haldinn var 8. júní í MK voru lagðar fram og kynntar. Arna Schram upplýsti að Theódóra Þorsteinsdóttir hefði á fundinum afhent bænum lénið: visitkopavogur.is. Arna hefur falið markaðs- og kynningarhópi sumarstarfsmanna að vinna efni á síðuna í hennar umsjá.

Framhald vinnu vegna stefnumótunar í ferðamálum rædd. Umræðu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:00.