Menningar- og þróunarráð

19. fundur 07. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1011281 - Styrkir úr lista- og menningarsjóði

Farið yfir umsóknir um styrkveitingar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Formaður leggur til að Garðar Guðjónsson verði fulltrúi ráðsins í starfshópi um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu.

Ráðið samþykkir að Garðar Guðjónsson verði fulltrúi þess í hópnum.

3.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Menningar- og þróunarráð þarf að fara yfir aðalskipulagið og veita umsókn um menningarmálin.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulagið.

4.1104307 - Stefnumótun í ferðamálum.

Lögð fram tillaga um framhald þessara vinnu.

Tillagan samþykkt.

5.1104009 - Menningarstofanir

Greint frá heimsóknum ráðsmanna í menningarhús bæjarins.

6.1104009 - Öryggismál í safnahúsi.

Greint frá öryggismálum í safnahúsinu á menningartorfunni.

Ráðið beinir því til framkvæmdaráðs bæjarins að leita lausna á öryggismálum í safnahúsinu.

 

Hjálmar Hjálmarsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Hver er kostnaður við öryggisgæslu á menningarstofnunum?

7.1203036 - Tillaga um stofnun atvinnu- og markaðsstofu Kópavogs.

Garðar Guðjónsson, Pétur Ólafsson og Ýr Gunnlaugsdóttir leggja fram tillögu að stofnun atvinnu- og markaðsstofu Kópavogs.

Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar.

8.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Deildarstjóra menningar- og þróunardeildar falið að kanna kostnað við að koma ljóðum keppninnar í strætó.

Fyrirspurn til bæjarstjóra vegna átakshóps um atvinnumál

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 9. júní 2011 tillögu menningar- og þróunarráðs um skipan fimm manna átakshóps um atvinnumál (sjá einnig fundargerð menningar- og þróunarráðs 6. júní 2011). Hópinn skyldu skipa tveir atvinnufulltrúar, skrifstof

Fundi slitið - kl. 19:00.