Menningar- og þróunarráð

5. fundur 16. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Fundurinn hófst með vettvangsferð í gamla Kópavogsbæinn og á hressingarhælið.

1.1104307 - Stefnufundur um ferða- og menningarmál

Tilhögun fundar lögð upp.

Formaður menningar- og þróunarráðs og starfsmaður ráðsins halda utan um fundinn.

2.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Þorsteinn Ingimarsson atvinnufulltrúi flutti skýrslu atvinnufulltrúa bæjarins og svaraði fyrirspurnum.

Ráðið beinir því til bæjarráðs að þegar verði teknar upp viðræður við Vinnumálastofnun um framhald samstarfsverkefnis um atvinnufulltrúa í bænum. 

3.1105189 - Tillaga um stofnun miðbæjarsamtaka

Ráðið tilnefni fulltrúa menningarstofnana í stjórn

Stofnfundur haldinn 6. júní kl. 18:30 í húsnæði Rauða krossins í Hamraborginni. Samþykkt að menningarstofnanir bæjarins verði hluti af þessum samtökum. Forstöðumaður Salarins, Aino Freyja Järvelä, tilnefnd fulltrúi þeirra í stjórn fyrst um sinn.

 

 

Hjálmar Hjálmarsson kynnti hugmynd að útimarkaði við Hálsatorg. Samþykkt að leita samstarfs við umhverfissvið um að kanna möguleika þessa máls.

Fundi slitið - kl. 19:00.