- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ráðið er ánægt með framkvæmd keppninnar í ár en ræddi leiðir til að gera veg hennar meiri að ári.
Ráðið lýsir ánægju sinni með glæsilega dagskrá.
Ráðið hvetur til þess að starfshópur um húsnæðismál bókasafnsins ljúki störfum.
Menningar- og þróunarráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði þriggja manna starfshópur með fulltrúum úr menningar- og þróunarráði, skipulagsnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd og tilnefni hver nefnd einn fulltrúa í hópinn. Starfsmaður umhverfissviðs verði ritari hópsins að höfðu samráði við sviðsstjóra.
Verkefni starfshópsins er að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu, sem hér segir:
a. Að fjalla um leiðir til að fjármagna og gera nauðsynlegar endurbætur á Kópavogshæli og setja fram hugmyndir um hugsanlegt hlutverk byggingarinnar til framtíðar. Sérstaklega verði skoðaðar leiðir til þess að fá félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir til samstarfs í þessu sambandi.
b. Að fjalla um leiðir til að fjármagna og gera nauðsynlegar endurbætur á Kópavogsbænum og setja fram hugmyndir um hugsanlegt hlutverk bygginganna til framtíðar. Sérstaklega verði skoðaðar leiðir til þess að fá félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir til samstarfs í þessu sambandi.
c. Að móta hugmyndir um skipulag og umhverfi ofangreindra bygginga og Kópavogstúns með áherslu á hugsanlega starfsemi sem tengist menningu, sögu, náttúru og útivist.
Hópurinn tekur til starfa þegar tilnefningar hafa borist eða eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Hann skilar niðurstöðum sínum og tillögum til bæjarráðs eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Kjörnum fulltrúum í hópnum ber greiðslur fyrir fundi sem samsvarar greiðslum fyrir fundi í viðkomandi nefnd, til dæmis að hámarki sem nemur fjórum fundum.
Starfshópurinn leitast eftir megni við að hafa samráð við einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hlut gætu átt að máli.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Lágmark þriggja manna vinnuhópur ráðsins verði myndaður til að varpa skýrari ljósi á vinnuna sem framundan er.