Menningar- og þróunarráð

14. fundur 07. desember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1111458 - Fjárhagsáætlun menningar- og þróunardeildar 2012

Ingólfur Arnarson fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir fjárhagsáætlanir fyrir árið 2012 vegna menningar- og þróunarmála. 

Ráðið óskar eftir nákvæmri sundurliðun á kostnaði við hátíðahöld 17. júní 2011.

Ráðið áréttar að vegna sérstakra aðstæðna í efnahagslífinu er hluta af fjámunum Lista-og menningarsjóðs, á árinu 2012, varið til verkefna sem ekki hafa að jafnaði verið á verkefnaskrá sjóðsins.

2.1104009 - Salurinn - listi yfir þann búnað sem þarf að endurnýja.

Formaður ráðsins lagði fram forgangsraðaðan tækjalista vegna nauðsynlegrar endurnýjunar á tæknibúnaði fyrir tónlistar- og ráðstefnuhald.

Ráðið samþykkir listann og felur forstöðumanni Salarins að leita tilboða og leggja fyrir ráðið.

3.1104178 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2011

Geymsluaðstaða Bókasafns Kópavogs er orðin óviðunandi.

Ráðið telur mikilvægt að viðunandi lausn verði fundin á geymslumálum safnsins.

4.1011281 - Lista- og menningarsjóður. Auglýsing vegna úthlutunar.

Fyrir liggur samkvæmt nýjum reglum um úthlutanir Lista- og menningarsjóðs að auglýsa skal eftir styrkjum að hausti fyrir heilt ár. Þar sem um nýjar reglur er að ræða (sem samþykktar voru fyrir viku) verður að auglýsa fyrir árið 2012 í janúar n.k. Síðan verður auglýst næsta haust fyrir árið 2013.

5.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Lagt fram til kynningar til fyrirtöku síðar.

Fundi slitið - kl. 19:00.