Menningar- og þróunarráð

12. fundur 07. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1104178 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2011

Forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, Hrafn Andrés Harðarson, og forstöðumaður Lindasafns, Margrét Sigurgeirsdóttir, kynntu starfsemi safnsins.

Ráðið þakkar góða kynningu og beinir því til undirbúningshóps vegna húsnæðismála bókasafnsins að vinna að því að finna góða lausn á húsnæðismálum safnsins.

2.1109207 - Rekstrarstyrkur til Leikfélags Kópavogs samkvæmt samningi

Forsvarsmenn félagsins Hörður Sigurðarson og Bjarni Guðmarsson fóru yfir starfsemi félagsins á liðnu ári.

Ráðið telur að LK hafi á liðnu starfsári fullnægt öllum ákvæðum rekstrarsamningsins og vel það og samþykkir þar með afgreiðslu styrksins.

Ráðið beinir þeirri fyrirspurn til bæjarstjórnar hvort leitað hafi verið leiða til að lækka greiðslubyrði af húsnæði LK.

3.1011281 - Endurskoðun reglna lista- og menningarsjóðs.

Nýjar reglur lagðar fram.

Samþykktar.

4.1009318 - Skýrsla frá Skólahljómsveit Kópavogs vegna styrks.

Lögð fram.

5.1111024 - Beiðni um afnot af Salnum án endurgjalds fyrir styrktartónleika.

Ráðið getur því miður ekki orðið við þessari beiðni.

6.912646 - Ljóðasamkeppni grunnskólanema.

Formaður og varaformaður ráðsins leggja fram tillögu að fyrirkomulagi keppninnar.

Tillaga að fyrirkomulagi keppninnar samþykkt.

7.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Bæjarráð óskar eftir umfjöllun ráðsins um skýrslur framtíðarhópsins um atvinnumál. Þær lagðar fram til kynningar.

Frestað.

8.1010098 - Punk-hátíð í Kópavogi

Lögð fram samantekt frá forsvarsmanni hátíðarinnar, Valgarði Guðjónssyni, en lista- og menningarráð styrkti hátíðina að upphæð 400 þúsund kr. Styrkurinn var samþykktur undir lok síðasta árs.

Fundi slitið - kl. 19:00.