Menningar- og þróunarráð

10. fundur 03. október 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1011281 - Lista- og menningarsjóður.

Ingólfur Arnarson fjármálastjóri fór yfir stöðu lista- og menningarsjóðs.

2.1011281 - Endurskoðun á reglum lista- og menningarsjóðs

Drög að nýjum úthlutunarreglum lögð fram.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bæjarlögmanni falið að fara yfir reglurnar.

3.1109214 - Stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns

Umsögn bæjarlögmanns liggur ekki fyrir og málinu því frestað.

4.1010057 - Umsögn um tjaldstæði í Kópavogi

Umsögn nefndarinnar: Á fundi um ferðamál í Kópavogi sem menningar- og þróunarráð hélt með hagsmunaaðilum í júní sl. kom fram eindreginn vilji um að koma upp tjaldstæði í Kópavogi. Það er því fagnaðarefni að skriður er kominn á málið og fyrir liggja tillögur um staðsetningu. Ráðið telur þó að áður en staðsetning er ákvörðuð þurfi að liggja fyrir þarfagreining, þ.e. hvers konar ferðamenn muni sækja tjaldstæði í Kópavogi sem og greining á kostnaði og rekstri. Menningar- og þróunarráð vill að m.a. verði skoðað hvaða möguleikar eru á sérstöðu tjaldstæðis í Kópavogi sem hafi aðdráttarafl fyrir á þá innlendu jafnt sem erlendu ferðamenn sem við viljum laða að bænum. Jafnframt þarf að skoða vel hvernig tjaldgestir geti sem greiðlegast nýtt sér þá þjónustu sem fyrir er í bænum.  Brýnt er að slík greining fari fram hið fyrsta í tengslum við stefnumótun í ferðamálum svo að mögulegt verði að koma upp tjaldstæði eins fljótt og auðið er í samráði við þau íbúðahverfi sem kunna að koma við sögu.

5.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Ákveðið að auglýsa eftir ljóðum. Starfsmanni falið að halda utan um það.

6.1104012 - Málefni Gerðarsafns 2011

Ársskýrsla Gerðarsafns lögð fram.

7.1110002 - Umsókn um styrk til tónleikahalds

Úthlutun hafnað þar eð styrkúthlunum ársins er lokið.

8.1104014 - Punkhátíð í Kópavogi

Hátíðin verður haldin laugardaginn 22. október í Molanum og á Spot.

Fundi slitið - kl. 19:00.