Menningar- og þróunarráð

8. fundur 29. ágúst 2011 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson kom á fundinn kl. 17:41

1.1103376 - Atvinnumál

Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu atvinnumála í Kópavogi og vinnu atvinnuátakshóps sem settur var á fót í vor og hún leiðir. Þá gerði hún grein fyrir hugmyndum framkvæmdahóps um atvinnustefnu og atvinnumál á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH.)

Samþykkt að bæjarstjóri komi á næsta fund ráðsins til að gera þar frekari grein fyrir atvinnumálum í bænum.

2.1104307 - Stefnufundur um ferða- og menningarmál

Farið yfir næstu skref.

Menningar- og þróunarráð telur mikilvægt að haldin verði áfram stefnumótun í ferðamálum í Kópavogi, sem hófst með árangursríkum fundi í júní sl.  Ljóst er að slík vinna getur skilað verulegum ávinningi fyrir bæjarfélagið, styrkt þær stofnanir sem fyrir eru og stuðlað að nýbreytni og nýsköpun í atvinnulífi í bænum. Til þess að stefnumótunin verði bæði markviss og skili skjótum árangri telur menningar- og þróunarráð nauðsynlegt að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 verði ráðinu gert mögulegt að  fá til liðs við sig sérfræðing á sviði stefnumótunar í ferðamálum til frekari vinnu.

3.1011281 - Lista- og menningarsjóður

Rætt um endurskoðun á reglum sjóðsins.

Ákveðið að setja saman hóp sem færi yfir þessar reglur og kæmi með  breytingartillögur. Í hópnum yrðu: Hafsteinn Karlsson, Una María Óskarsdóttir og Una Björg Einarsdóttir.

Ráðið óskar jafnframt eftir því að fá fjárhagslegt yfirlit yfir tekjur og útgjöld sjóðsins þrjú ár aftur í tímann, þ.e.a.s. fyrir árin 2008, 2009 og 2010, sem og stöðu og áætlun ársins 2011.

Menningar- og þróunarráð felur starfsmanni að óska eftir skýrslum frá þeim sem þegið hafa styrk frá lista- og menningarsjóði árið 2010.

4.1103362 - Erindisbréf menningar- og þróunarráðs

Samþykktar breytingar á fjórðu grein þar sem hnykkt er á því að ráðið fari með stjórn menningarstofnana bæjarins. Einnig var Molanum bætt við þá upptalningu. Með breytingum hljóðar fjórða greinin svo: Menningar- og þróunarráð fer með stjórn stofnana sem starfa að menningarmálum í Kópavogi, þ.e.a.s. Bókasafns Kópavogs, Tónlistarhúss Kópavogs, Salarins, Tónlistarsafns Íslands, Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Náttúrufræðistofu Kópavogs, lista- og menningarsjóðs og Molans, ungmennahúss Kópavogs.

5.1006494 - Gamli Kópavogsbær

Ráðið lýsir yfir áhyggjum af ástandi gamla Kópavogsbæjarins og beinir því til framkvæmdaráðs að grípa nú þegar til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari skemmdir.

6.707011 - Tónlistarsafn Íslands.

Ráðið mælist til þess að Kópavogsbær leiti nú þegar eftir viðræðum við ríkið um framtíð Tónlistarsafn Íslands.

7.1104012 - Kaffistofan í Gerðarsafni

Ráðið óskar eftir því að framkvæmdaráð upplýsi um það hver staðan sé á fyrirhuguðu útboði rekstursins.

Fundi slitið - kl. 18:00.