- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Samþykkt að bæjarstjóri komi á næsta fund ráðsins til að gera þar frekari grein fyrir atvinnumálum í bænum.
Menningar- og þróunarráð telur mikilvægt að haldin verði áfram stefnumótun í ferðamálum í Kópavogi, sem hófst með árangursríkum fundi í júní sl. Ljóst er að slík vinna getur skilað verulegum ávinningi fyrir bæjarfélagið, styrkt þær stofnanir sem fyrir eru og stuðlað að nýbreytni og nýsköpun í atvinnulífi í bænum. Til þess að stefnumótunin verði bæði markviss og skili skjótum árangri telur menningar- og þróunarráð nauðsynlegt að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 verði ráðinu gert mögulegt að fá til liðs við sig sérfræðing á sviði stefnumótunar í ferðamálum til frekari vinnu.
Ákveðið að setja saman hóp sem færi yfir þessar reglur og kæmi með breytingartillögur. Í hópnum yrðu: Hafsteinn Karlsson, Una María Óskarsdóttir og Una Björg Einarsdóttir.
Ráðið óskar jafnframt eftir því að fá fjárhagslegt yfirlit yfir tekjur og útgjöld sjóðsins þrjú ár aftur í tímann, þ.e.a.s. fyrir árin 2008, 2009 og 2010, sem og stöðu og áætlun ársins 2011.
Samþykktar breytingar á fjórðu grein þar sem hnykkt er á því að ráðið fari með stjórn menningarstofnana bæjarins. Einnig var Molanum bætt við þá upptalningu. Með breytingum hljóðar fjórða greinin svo: Menningar- og þróunarráð fer með stjórn stofnana sem starfa að menningarmálum í Kópavogi, þ.e.a.s. Bókasafns Kópavogs, Tónlistarhúss Kópavogs, Salarins, Tónlistarsafns Íslands, Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Náttúrufræðistofu Kópavogs, lista- og menningarsjóðs og Molans, ungmennahúss Kópavogs.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum af ástandi gamla Kópavogsbæjarins og beinir því til framkvæmdaráðs að grípa nú þegar til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari skemmdir.
Ráðið mælist til þess að Kópavogsbær leiti nú þegar eftir viðræðum við ríkið um framtíð Tónlistarsafn Íslands.
Ráðið óskar eftir því að framkvæmdaráð upplýsi um það hver staðan sé á fyrirhuguðu útboði rekstursins.
Fundi slitið - kl. 18:00.