Menningar- og þróunarráð

18. fundur 21. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir einróma samþykkt sem formaður og Una Björg Einarsdóttir einróma samþykkt sem varaformaður.

Ákveðið að hitta forstöðumenn stofnana á næsta fundi, í hádeginu 6. mars, þar sem þeir myndu kynna starfsemi sína.

1.1011281 - Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði

Umsóknarfrestur rann út 14. febrúar.

Ráðið velur hóp til að fara yfir umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði. Hópurinn leggur fyrir næsta fund ráðsins tillögur að úthlutun. Í hópnum eru Karen Halldórsdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Pétur Ólafsson.

2.1111455 - Skipun fulltrúa ráðsins í vinnuhóp um stöðu safnfræðslumála.

Helga Guðrún Jónasdóttir verður fulltrúi ráðsins í þessum hópi.

3.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Skipa þarf fulltrúa ráðsins í starfshóp um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu.

Afgreiðslu málsins frestað.

4.1104307 - Stefnumótun í ferðamálum

Rætt um framhald vinnu hóps sem settur var saman á síðasta fundi til að varpa skýrara ljósi á vinnuna sem framundan er.

Ákveðið að hópurinn haldi áfram með þessa vinnu.

Fundi slitið - kl. 19:00.