- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ráðið samþykkir að áfram verði unnið með þess hugmynd og hún tengd Kópavogsdögunum.
Garðar H. Guðjónsson, Pétur Ólafsson og Ýr Gunnlaugsdóttir leggja fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og þróunarráð leggur til við bæjarráð að hafinn verði undirbúningur að stofnun ferðamála- og markaðsstofu Kópavogs.
Verkefni hennar verði eftirfarandi:
1. Að vera drifkraftur um þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu í Kópavogi.
2. Að annast markaðs-, kynningar- og útgáfumál fyrir Kópavogsbæ og stofnanir hans.
3. Að hrinda í framkvæmd stefnu Kópavogsbæjar í ferðamálum, setja upp vefinn visitkopavogur.com og hafa umsjón með honum.
4. Að starfa með nefnd/nefndum sem fara með og móta menningar-, markaðs- og ferðamál, vera þeim til ráðgjafar og eftir atvikum hrinda ákvörðunum þeirra í framkvæmd.
5. Að annast skipulagningu og framkvæmd hátíða og viðburða á vegum Kópavogsbæjar.
Leitast skal við að manna að minnsta kosti þrjár stöður við stofuna með skipulags- og áherslubreytingum án þess að auka launaútgjöld bæjarsjóðs. Að auki skal þó forstöðumaður ráðinn sérstaklega samkvæmt auglýsingu. Ferðamála- og markaðsstofa Kópavogs taki til starfa eigi síðar en í janúar 2013. Henni skal fundið þjált og lýsandi heiti sem líklegt er til að festast í sessi.
Hjálmar Hjálmarsson tekur undir tillöguna.
Karen Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Sveinn Sigurðsson og Una Björg Einarsdóttir leggja fram svofellda bókun:
Tillagan ber með sér að aukin þörf sé á samhæfingu markaðsmála fyrir stofnanir bæjarins sem og hátíðir á vegum bæjarins, sem taka má undir upp að vissu marki. Eins og staðan er í dag er ljóst að menningar- og þróunarráði verður skipt upp í tvær nefndir. Því teljum við það ekki tímabært að leggja fram svona ítarlegar tillögur um mögulega aukin stöðugildi hjá Kópavogsbæ eins og er.
Karen Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Sveinn Sigurðsson og Una Björg Einarsdóttir
Tillagan felld.
Menningar- og þróunarráð þakkar bæjarstjóra svarið og fagnar því að gripið hafi verið til bráðaaðgerða til bjargar húsinu.
Garðar H. Guðjónsson, Pétur Ólafsson, Ýr Gunnlaugsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson leggja fram eftirfarandi bókun:
Það veldur undirrituðum talsverðum vonbrigðum að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs skuli hafa samþykkt að leggja menningar- og þróunarráð niður en stofna þess í stað tvær nýjar nefndir. Engin rök eru færð fyrir breytingunni þrátt fyrir að eftir þeim hafi verið leitað og vekur það óneitanlega furðu.Ekki aðeins eykur þessi breyting útgjöld bæjarsjóðs heldur skapast af henni mikið óhagræði í umfjöllun um þá mikilvægu málaflokka sem menningar- og þróunarráð hefur fjallað um, þ.e. menningar-, markaðs-, ferða- og atvinnumál. Reynslan sýnir að vel fer á að fjalla um þessi málefni í einni nefnd, enda tengjast þau náið. Sú ákvörðun að aðskilja umfjöllun um þessa málaflokka er ekki síst mjög óheppileg einmitt nú þegar vinna að stefnumótun í ferðamálum er að hefjast. Garðar H. Guðjónsson, Pétur Ólafsson, Ýr Gunnlaugsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson.
Karen E. Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson leggja fram eftirfarandi bókun:
Um leið og við þökkum fyrir gott samstarf vilja fulltrúar meirihlutans árétta að fullyrðingar um mikið óhagræði við skiptingu nefndarinnar eigi ekki við rök að styðjast. Karen E. Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson.
Fundi slitið - kl. 19:00.