Menningar- og þróunarráð

20. fundur 21. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram
Dagskrá

1.1202386 - Umsókn um styrk til að vinna myndefni um Kópavog á DVD til safna og skóla

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.1202512 - Umsókn um verkefnisstyrk. Gígja Dögg Hauksdóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.1202511 - Umsókn um verkefnisstyrk. Sæmundur Rúnar Þórisson.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.1202504 - Umsókn um verkefnisstyrk vegna tónleikahalds. Þórunn Sigþórsdóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

5.1202503 - Umsókn um verkefnastyrk. Sigurbjörg Jóhannesdóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.1202502 - Umsókn um styrk vegna tónleikahalds. Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.1202501 - Umsókn um styrk vegna ástar- og kærleiksviku í Kópavogi í febrúar 2013

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8.1202498 - Umsókn um verkefnisstyrk vegna spurningakeppninnar "Lesum meira"

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.1202497 - Umsókn um styrk til að halda sönglagatónleika í Salnum haustið 2012

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10.1202496 - Umsókn um verkefnisstyrk. Ásdís Arnardóttir.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11.1202495 - Umsókn um styrk vegna óperugala-tónleika vorið 2012

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

12.1202391 - Umsókn um styrk til útgáfu geisladisks með ljóðum 6 eldriborgara í Kópavogi og lögum umsækjanda

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

13.1202515 - Umsókn um verkefnisstyrk

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

14.1202336 - Umsókn um styrk vegna árlegra tónleika "Mozart við kertaljóð"

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

15.1202287 - Umsókn um styrk til útgáfu geisladisks með lögum, ljóðum og ljóðaþýðingum Þorsteins Valdimarssonar s

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

16.1202285 - Ljóðahópur Gjábakka. Umsókn um styrk til útgáfu ljóðabókar 2012

Sama umsókn endurtekin. Styrkur veittur við fyrri umsókn.

17.1112055 - Umsókn um styrk vegna heimildamyndar um sögu knattspyrnudeildar Breiðabliks

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

18.1110289 - Umsókn um verkefnastyrk fyrir árið 2012. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við þessu erindi.

19.1104008 - Kópavogsdagar 2012

Rætt um Kópavogsdaga sem haldnir verða í kringum afmæli Kópavogs 11. maí.

 

20.912646 - Ljóð í strætó.

Rætt um að setja verðlaunaljóð í strætó.

Ráðið samþykkir að áfram verði unnið með þess hugmynd og hún tengd Kópavogsdögunum.

21.1203036 - Tillaga um stofnun atvinnu- og markaðsstofu Kópavogs

Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi. Tillagan sem þá var lögð fram er dregin til baka og ný lögð fram.

Garðar H. Guðjónsson, Pétur Ólafsson og Ýr Gunnlaugsdóttir leggja fram svohljóðandi tillögu:

 

Menningar- og þróunarráð leggur til við bæjarráð að hafinn verði undirbúningur að stofnun ferðamála- og markaðsstofu Kópavogs.

Verkefni hennar verði eftirfarandi:

1.      Að vera drifkraftur um þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu í Kópavogi.

2.      Að annast markaðs-, kynningar- og útgáfumál fyrir Kópavogsbæ og stofnanir hans.

3.      Að hrinda í framkvæmd stefnu Kópavogsbæjar í ferðamálum, setja upp vefinn visitkopavogur.com og hafa umsjón með honum.

4.      Að starfa með nefnd/nefndum sem fara með og móta menningar-, markaðs- og ferðamál, vera þeim til ráðgjafar og eftir atvikum hrinda ákvörðunum þeirra í framkvæmd.

5.      Að annast skipulagningu og framkvæmd hátíða og viðburða á vegum Kópavogsbæjar.

Leitast skal við að manna að minnsta kosti þrjár stöður við stofuna með skipulags- og áherslubreytingum án þess að auka launaútgjöld bæjarsjóðs. Að auki skal þó forstöðumaður ráðinn sérstaklega samkvæmt auglýsingu. Ferðamála- og markaðsstofa Kópavogs taki til starfa eigi síðar en í janúar 2013. Henni skal fundið þjált og lýsandi heiti sem líklegt er til að festast í sessi.

Hjálmar Hjálmarsson tekur undir tillöguna.

 

Karen Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Sveinn Sigurðsson og Una Björg Einarsdóttir leggja fram svofellda bókun: 

Tillagan ber með sér að aukin þörf  sé á samhæfingu markaðsmála fyrir stofnanir bæjarins sem og hátíðir á vegum bæjarins, sem taka má undir upp að vissu marki. Eins og staðan er í dag er ljóst að menningar- og þróunarráði verður skipt upp í tvær nefndir. Því teljum við það ekki tímabært að leggja fram svona ítarlegar tillögur um mögulega aukin stöðugildi hjá Kópavogsbæ eins og er.  

Karen Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Sveinn Sigurðsson og Una Björg Einarsdóttir

Tillagan felld.

22.1203099 - Viðhald Kópavogshælis. Fyrirspurn.

Lagt fram svar frá bæjarstjóra Kópavogs dags. 13. mars 2012.

Menningar- og þróunarráð þakkar bæjarstjóra svarið og fagnar því að gripið hafi verið til bráðaaðgerða til bjargar húsinu.

23.708167 - Bæjarmálasamþykkt

Bæjarstjórn hefur samþykkt með breytingum á bæjarmálasamþykkt að stofna atvinnu- og þóunarráð og lista- og menningarráð en um leið verður lagt niður menningar- og þróunarráð.

Garðar H. Guðjónsson, Pétur Ólafsson, Ýr Gunnlaugsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Það veldur undirrituðum talsverðum vonbrigðum að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs skuli hafa samþykkt að leggja menningar- og þróunarráð niður en stofna þess í stað tvær nýjar nefndir. Engin rök eru færð fyrir breytingunni þrátt fyrir að eftir þeim hafi verið leitað og vekur það óneitanlega furðu.

Ekki aðeins eykur þessi breyting útgjöld bæjarsjóðs heldur skapast af henni mikið óhagræði í umfjöllun um þá mikilvægu málaflokka sem menningar- og þróunarráð hefur fjallað um, þ.e. menningar-, markaðs-, ferða- og atvinnumál. Reynslan sýnir að vel fer á að fjalla um þessi málefni í einni nefnd, enda tengjast þau náið. Sú ákvörðun að aðskilja umfjöllun um þessa málaflokka er ekki síst mjög óheppileg einmitt nú þegar vinna að stefnumótun í ferðamálum er að hefjast. Garðar H. Guðjónsson, Pétur Ólafsson, Ýr Gunnlaugsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson.

Karen E. Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Um leið og við þökkum fyrir gott samstarf vilja fulltrúar meirihlutans árétta að fullyrðingar um mikið óhagræði við skiptingu nefndarinnar eigi ekki við rök að styðjast. Karen E. Halldórsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson.

24.1202283 - Umsókn um styrk vegna Nótunnar 2012. Skólahljómsveit Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 80.000.

25.1202510 - Umsókn um styrk vegna sundlaugarsöngs

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

26.1202494 - Umsókn um styrk vegna Tónlistarhátíðar unga fólksins 2012

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 800.000.

27.1202493 - Umsókn um rekstrarstyrk Samkórs Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

28.1202492 - Umsókn um rekstrarstyrk. Kvennakór Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

29.1202387 - Umsókn um styrk til að koma safni myndefnis um Kópavog í stafrænt og aðgengilegt form

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 250.000.

30.1202382 - Umsókn um styrk vegna verkefnisins "Sögur Kópavogs í síma"

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000.

31.1202337 - Umsókn um styrk vegna Töfrahurðar 2012 og starfsemi í Töfrahorni

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 400.000.

32.1202335 - Umsókn um viðburðastyrk vegna 350 ára afmælis Kópavogsfundarins 1662

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 400.000.

33.1202334 - Sögufélag Kópavogs. Umsókn um rekstrarstyrk

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

34.1202286 - Umsókn um rekstrarstyrk 2012. Karlakór Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

35.1202284 - Umsókn um styrk til þátttöku í tónlistarhátíðinni Tectonics í Hörpu. Skólahljómsveit Kópavogs.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

36.1202519 - Umsókn um verkefnisstyrk vegna Punk 2012 tónlistarhátíðar

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 500.000.

37.1202281 - Umsókn um rekstrarstyrk vegna Gítarveislu Bjössa Thor 2012

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 350.000.

38.1202280 - Umsókn um rekstrarstyrk vegna Jazz og blúshátíðar Kópavogs 2012

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 350.000.

39.1202208 - Umsókn um rekstrarstyrk 2012. Kór aldraðra.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

40.1111225 - Ljóðahópurinn Gjábakka. Beiðni um styrk

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

41.1202524 - Umsókn um styrk vegna tónleikahalds í Salnum. Guðrún Sigríður Birgisdóttir.

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000.

42.1202526 - Umsókn um verkefnisstyrk. Druslubækur og doðrantar.

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

43.1202525 - Umsókn um styrk til að flytja tónverkið Þjóðsögu í Salnum

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

44.1202523 - Umsókn um verkefnisstyrk

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

45.1202520 - Umsókn um styrk til tónleikahalds í Kópavogi

Menningar- og þróunarráð frestar afgreiðslu málsins.

46.1202517 - Umsókn um verkefnastyrk

Menningar- og þróunarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.