Lýðheilsu- og íþróttanefnd

3. fundur 27. mars 2025 kl. 16:00 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Helgi Ólafsson aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.25012287 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leiga 2024

Á fundinn mætti Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna varðandi reiknaða leigu vegna afnota af íþróttamannvirkjum.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar Ingólfi fyrir hans innlegg í umræðuna.

Almenn mál

2.25032701 - Málefni stúkubyggingar í Kórnum

Tekin til umfjöllunar málefni stúkubyggingar við félagssvæði HK í Kórnum.

Á fundinn mætti Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, kynnti stöðu mála varðandi verkefnið og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar fyrir kynninguna.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi jákvætt samstarf við HK varðandi næstu skref í ferlinu.

Almenn mál

3.25032722 - Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar

Á fundinn mættu Pálmi Þór Másson, bæjarritari og Steinn S Finnbogason, lögfræðingur og kynntu erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar fyrir kynninguna.
Nefndin mun í framhaldi taka 11. greinina, sem fjallar um hlutverk og verkefni nefndarinnar sérstaklega til skoðunar.

Almenn mál

4.25031867 - Kynning á stöðu verkefnisins Virkni og vellíðan

Á fundinn mætti Eva Katrín Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri Virkni og vellíðan og kynnti fyrir nefndinni stöðu verkefnisins ásamt nýrri rannsókn sem er að hefjast.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar Evu Katrínu Friðgeirsdóttur, verkefnastjóra Virkni og vellíðan fyrir góða kynningu á frábæru lýðheilsustarfi.

Almenn mál

5.25031883 - Endurskoðun á Vinnureglum við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks Kópavaogs ásamt Reglugerð íþróttaráðs um kjör á íþróttafólki Kópavogs.

Vinnureglur við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks Kópavaogs ásamt Reglugerð íþróttaráðs um kjör á íþróttafólki Kópavogs teknar til endurskoðunar.
Frestað.

Aðsend erindi

6.2411355 - Erindi varðandi Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar

Lögð fram umsögn Ungmennaráðs, sem lýðheilsu og íþróttanefnd óskaði eftir á síðasta fundi sínum 20. febrúar.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar Ungmennaráði fyrir umsögnina.
Í ljósi þeirra gagna sem fyrir liggja í málinu telur lýðheilsu og íþróttanefnd ekki ástæðu til að breyta núverandi reglum.

Aðsend erindi

7.25012719 - FÍÆT - Ályktun vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum

Lagðar fram verklagsreglur þeirra félaga sem selt hafa áfengi á íþróttaviðburðum deilda í sínu félagi, en lýðheilsu og íþróttanefnd óskað eftir upplýsingum um það á síðasta fundi nefndarinnar 20. febrúar, hvort félögin hafi sett sér slíkar verklagsreglur.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar félögunum fyrir greinagóð svör varðandi verklagsreglur þeirra um áfengissölu á íþróttaviðburðum. Nefndin heldur áfram að fylgjast með þróun þessara mála.

Fundi slitið - kl. 19:05.