Lista- og menningarráð

164. fundur 24. maí 2024 kl. 08:15 - 12:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Elvar Bjarki Helgason aðalmaður
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
  • Ísabella Leifsdóttir aðalmaður
  • Jónas Skúlason aðalmaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þóra Marteinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Árni Pétur Árnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.24032595 - Staða menningarhúsa Kópavogs í kjölfar breytinga bæjarstjórnar

Staða menningarhúsa Kópavogs í kjölfar breytinga bæjarstjórnar í apríl 2023.
Lagt fram.

Bókun:
"Ráðið óskar eftir að lokaskýrsla starfshópsins komi til umsagnar hjá lista- og menningarráði áður en hún verður til umræðu í bæjarstjórn."

Bókun:
"Fulltrúar Vina Kópavogs, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata ítrekar ósk frá fundi ráðsins í október (fundur 157, málsnúmer 23052152) „Ráðið óskar eftir kynningu frá forstöðumanni bókasafnsins og forstöðumanni UT vegna forsögu um kaup á bókaboxi og kostnaði sem því fylgir. Við biðjum um að svör fáist einnig skriflega."

Bókun:
"Áheyrnarfulltrúar Pírata, Vina Kópavogs og Samfylkingar benda á að Héraðsskjalasafn Kópavogs er enn á borði ráðsins samkvæmt erindisbréfi og telja mjög miður að Lista- og menningarráð hafi ekki verið með í ráðum áður en bæjarráð samþykkti að reka Héraðsskjalavörð, að ráðið hafi ekki fengið kynningu á stöðu Héraðsskjalasafnsins á fundinum, og að ekki hafi fengist upplýsingar um að ekki yrði orðið við beiðni um að fá bæjarritara/verðandi héraðsskjalavörð á fund ráðsins til að fara yfir stöðuna og svara spurningum fyrr en 20 klukkutímum fyrir fund. Enn og aftur er ráðinu haldið utan við mál er falla undir það."

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.2312013 - Skúlptúrgarður við Gerðarsafn

Gerðarsafn óskar eftir styrk að upphæð kr. 650.000 til að gera tvo stöpla úr íslensku grágrýti undir verk Gerðar sem koma á fyrir á lóðinni við Gerðarsafn í tilefni af 30 ára afmæli safnsins í ágúst.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Gerðarsafni styrk að upphæð kr. 650.000,-.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.2403084 - 17. júní 2024

Dagskrárdrög að 17. júní 2024.
Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju sinni með dagskrá 17. júní 2024.

Styrkbeiðnir - Menningarviðburðir- og verkefni

4.24052309 - Beiðni um styrkveitingu vegna 35 ára afmæli Graffiti á Íslandi.

Beiðni um 1.072.600 króna styrk til að halda upp á 35 ára afmæli Graffiti á Íslandi í undirgöngum Hamraborgar í júní.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita Graffiti á Íslandi styrk að upphæð kr. 400.000. Forstöðumanni menningarmála er falið að fylgja málinu eftir.

Aðsend erindi

5.24052301 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um minnisblað frá innkaupadeild um þjónustukaup menningardeildar og menningarstofnana vegna breytinga

Beiðni frá Árna Pétri Árnasyni áheyrnarfulltrúa Pírata um minnisblað frá innkaupadeild um það hvort þjónustukaup menningardeildar og menningarstofnana vegna breytinga á deildinni og stofnunum árin 2023 og 2024 samræmist innkaupastefnu bæjarins.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

6.24052300 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um uppfærða afhendingaráætlun safnkosts Héraðsskjalasafns til Þjóðskjalasafns

Beiðni Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um uppfærða afhendingaráætlun safnkosts Héraðsskjalasafns til Þjóðskjalasafns.
Samþykkt að vísa málinu til bæjarritara.

Aðsend erindi

7.24052299 - Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar um umfang nýrra safngagna í Héraðsskjalasafni Kópavogs

Fyrirspurn Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um umfang nýrra safngagna í Héraðsskjalasafni Kópavogs: Hvert er umfang þeirra gagna sem borist hefur Héraðsskjalasafni Kópavogs síðan yfirlit um safnkost þess var tekið saman í sambandi við skýrslu KPMG vorið 2023? Nóg að fá hillumetra, og brettafjölda eftir atvikum.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

Aðsend erindi

8.24052297 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar um upplýsingar um lagalegar heimildir starfsmanna Hérðaðsskjalasafns til að sýsla með gögn úr safnkosti Þjóðaskjalasafns

Beiðni Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um skriflegar upplýsingar um lagalegar heimildir starfsmanna Hérðaðsskjalasafns Kópavogs til að sýsla með gögn úr safnkosti Þjóðaskjalasafns.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

Bókun Árna Péturs Árnasonar:
"Með vísan til 13. gr. laga 77/2014 um Opinber skjalasöfn og fullyrðinga bæjarritara í greinargerð sem fylgdi lið 7 á bæjarráðsfundi 2.5.23, þess efnis að Héraðsskjalasafn Kópavogs hafi ekki verið lagt niður og að starfsemi sé í lágmarki, og með tilliti til þess að dyrum safnsins hefur verið lokað almenningi, óskar áheyrnarfulltrúi Pírata eftir skýringum á því hvernig allar skyldur opinberra skjalasafna samræmast fullyrðingum bæjarritara og ástandinu á Héraðsskjalasafni. Í því samhengi vekur undirritaður athygli á svörum bæjarlögmanns við fyrirspurn undirritaðs frá 22. mars. Undirritaður spyr og einnig hvernig tryggt sé að uppfylling lágmarksskyldna falli ekki niður.
Áheyrnarfulltrúi Pírata óskar einnig eftir skýringum á því hvers vegna og hvernig tveimur eftirlits- og stjórnsýsluaðilum, þ.e. Héraðsskjalasafni Kópavogs og Þjóðskjalasafni, er ætlað að sinna hver um sig einungis hluta af skyldum eins opinbers skjalasafns, og á hvaða lagagrunni sú ráðstöfun er byggð."

Aðsend erindi

9.24052291 - Beiðni Árna Péturs Árnasonar á upplýsingum um hver beri lagalega og fjárhagslega ábyrgð á Héraðsskjalasafni Kópavogs

Beiðni Árna Péturs Árnasonar áheyrnarfulltrúa Pírata um skriflega skýringu á því hver beri lagalega og fjárhagslega ábyrgð á Héraðsskjalasafni Kópavogs.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

Bókun:
"Fulltrúar Pírata, Vina Kópavogs, Viðreisnar og Samfylkingar óska eftir kostnaðaráætlun vegna frágangs og flutnings safnkosts Héraðsskjalasafns í Þjóðskjalasafn."

Almenn mál

10.24021713 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2024

Tilnefning bæjarlistamanns Kópavogs 2024 fer fram í Salnum kl. 11.
Bæjarlistamaður Kópavogs 2024 er slagverksleikarinn og tónskáldið Kristofer Rodríguez Svönuson. Tilnefningin fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum kl. 11 að viðstöddum fulltrúum úr lista- og menningarráði, starfsfólki menningarhúsanna og vinum og vandamönnum listamannsins. Lista- og menningarráð óskar Kristofer innilega til hamingju með tilnefninguna og lýsir yfir mikilli ánægju með metnaðarfullt menningarstarf sem hann hyggst leiða innan Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:00.