- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Rætt var um hvernig best er að standa að mati á innra starfi leikskólans, t.d. hvort ekki mætti dreifa könnunum og mati á starfinu meira yfir árið. Hugmynd kom um að nota sjálfsmatskönnunina sem grunn að starfsmannaviðtölum.
Gerður Guðmundsdóttir, gerir könnun meðal leikskólanna þar sem skoðað verður m.a. tilhögun mats og kannanna, að taka þátt undir nafni eða ekki. Ákveðið að taka málið upp á fyrsta fundi leikskólastjóra haustið 2010.
Kynning á niðurstöðum kannanna sem voru gerðar meðal leik- og grunnskólastjóra bæjarins, í tengslum við verkefnið ""Allt hefur áhrif einkum við sjálf"". Góð svörun var frá leikskólum í Kópavogi. Leikskólar geta kallað eftir að fá nánari kynningu inn í leikskólana.
Árni Þór Hilmarsson sat fundinn undir þessum lið. Upplýsingastreymi varðandi breytingar í og á stjórnkerfi bæjarins hefur ekki verið með viðunandi hætti. Framkom gagnrýni á einstaka embættismenn innan stjórnsýslunnar og á vinnubrögð starfsmannastjóra.
Árni Þór greindi frá því að verið er að senda út þjónustukönnun þar sem stofnunum er gefin kostur á að gefa stoðþjónustu bæjarins einkunn og umsögn. Niðurstöður munu fara fyrir bæjarráð.
Hlutverk stjórnsýslunnar er að þjónusta stofnanir bæjarins svo þær geti þjónustað bæjarbúa, ef stjórnsýslan er ekki að sinna hlutverki er ekki verið að vinna að því að veita þá þjónustu sem skildi.
Fundur leikskólastjóra sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Fundur leikskólastjóra, haldin 25.maí 2010, harmar að viðmót einstakra starfsmanna stjórnsýslu Kópavogsbæjar, gagnvart leikskólastjórum einkennist stundum af virðingarleysi í þeirra garð. Á þetta sérstaklega við þegar leikskólastjórar þurfa að leita upplýsinga og leiðbeininga, þegar ný kerfi og nýtt vinnulag hefur verið innleitt. Einnig á þetta við þegar taka þarf á erfiðum starfsmannamálum. Erindum er oft ekki svarað, hvorki símleiðis né í tölvupósti, ef þeim er svarað er það oft gert á ókurteisan hátt og hver vísar á annan. Aðgengi að embættismönnum innan stjórnsýslunnar er ekki nægjanlega gott. Við innleiðingu á nýjum kerfum og vinnulagi, vantar að gert sé ráð fyrir aðlögunar- og kennslutíma, þannig að hægt sé að tileinka sér nýtt vinnulag áður en það er tekið inn að fullu. Gera þarf ráð fyrir handleiðslu innan kerfisins við innleiðingu nýrra kerfa. Hlutverk stjórnsýslunnar er að þjónusta stofnanir bæjarins svo þær geti þjónustað bæjarbúa, ef stjórnsýslan sinnir ekki hlutverki sínu að þessu leiti, geta leikskólastjórar ekki veitt eins góða þjónustu og þeir annars gætu. Leikskólastjórar óska því eftir samvinnu og samstarfi sem byggir á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og skilningi á ólíkum störfum.
Kynnti bréf sem foreldrum er sent vegna gjaldtöku í júlí / ágúst - þar kemur fram að gjaldtaka vegna barna sem hætta í júlí verður innheimt í ágúst.
Öryggisbók barnanna sem hópur starfsfólks í Fífusölum hefur þróað og útbúið, var kynnt.
Leikskólastjórum var afhent þriðja og síðasta námskrá fyrir leikskóla í Kópavogi. Hver aldurshópur í leikskólum Kópavogs á sína námskrá.
Óskað var eftir umræðu um hversu þétt og efnismikil dagskrá leikskólastjórafund er, þannig að oft gefst lítill tími til umræðna og sjaldan hægt að fara á dýptina. Kallað er eftir skilgreiningu um tilgang og markmið fundanna. Gerður Guðmundsdóttir mun senda spurningalista til leikskólastjóranna þar sem leitað verður eftir hugmyndum að skilgreingu á fundunum, tímasetningu, lengd, efnisvali og fleira sem getur skapað skilvirka en jafnframt innihaldsríka fundi. Málið verður tekið til umræðu á fyrsta haustfundi leikskólastjóra 2010.
Kallað er eftir hópefli fyrir hópinn, skoða með ráðstefnur.
Fundi slitið - kl. 11:30.