Leikskólanefnd

68. fundur 17. mars 2016 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá
Gunnar Már Karlsson deildarstjóri eignadeildar á Umhverfissviði kynnir ástand húsnæðis leikskólanna í Kópavogi, m.t.t. viðhalds og endurbóta.

1.1602817 - leikskóladeild-áframhald á rannsókn.Útbreiðsla ónæmra baktería hjá leikskólabörnum.

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um rannsókn fyrir sitt leyti.

2.1409239 - Menntasvið-fundir leikskólastjóra

Lagt fram til umræðu

3.1603914 - Óskað eftir leyfi til að framkvæma rannsókn- Er innra mati sinnt í leikskólum?

Beiðni um leyfi til rannsóknar samþykkt. Leikskólanefnd óskar eftir að fá kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar.

4.1603911 - Leikskóladeild-umsókn um styrk úr þróunarsjóð Leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd samþykkir umsókn leikskóla Kópavogs um styrk úr þróunarsjóði leikskóla tll vinnu við þróunarverkefnið "Læsi er meira en stafastaut", sem unnið verður í tengslum við sameiginlega stefnumótun leik- og grunnskóla í Kópavogi um málþroska og læsi.

5.1503784 - Leyfi og endurnýjun leyfis

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um endurnýjun leyfis til daggæslu

6.1503165 - Leyfi og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um endurnýjun leyfis til daggæslu

Gunnlaugur Snær Ólafsson vék af fundi meðan afgreiðsla máls fór fram.

7.1603912 - Ósk um að færa skipulagsdag 2016-Dalur

Leikskólanefnd hafnar ósk um að skipulagsdagur verði færður til 6. maí og mælist til þess að skipulagsdagur leikskólans verði þann 17. maí, sem er samræmdur skipulagsdagur leikskóla og grunnskóla í hverfinu.

8.1107041 - Menntasvið-sameiginlegir skipulagsdagar leik- og grunnskóla.

Leikskólanefnd samþykkir einróma fyrri hluta tillögunnar um samræmda skipulagsdaga leikskóla og grunnskóla. Atkvæðagreiðsla fór fram um seinni hluta tillögunnar, hálfan skipulagsdag skv. samþykkt leikskólanefndar 18. febrúar, sem færður yrði til 9. september eftir hádegi; Eiríkur Ólafsson, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Magnús Helgi Björgvinsson og Signý Þórðardóttir greiddu atkvæði með tillögunni, en Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

9.1412036 - Leikskóladeild-Tölulegar upplýsingar um leikskóla

Gögn lögð fram til umræðu. Frestað til næsta fundar.

10.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Leikskólanefnd mælir með við bæjarráð að fjárveiting í fjárhagsáætlun 2016 til endurgerðar leikskólalóða samkvæmt verkefninu "skemmtilegri skólalóðir", sem kynnt var á síðasta fundi leikskólanefndar, verði varið til leikskólalóða leikskólanna Dals og Grænatúns.

Fundi slitið.