4.1503054 - Leikskóladeild-Umsóknir og úthutun úr þróunarsjóði leikskóla 2015.
Leikskólanefnd samþykkir tillögur leikskólafulltrúa um úthlutun úr þróunarsjóði til leikskólanna Marbakka, Arnarsmára, Kópasteins og Rjúpnahæðar sbr.fyrirliggjandi tillögu.
5.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla.
Tillaga var samþykkt með 4 atkvæðum. Eiríkur Ólafsson, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Egill Örn Gunnarsson og Marteinn Sverrisson samþykktu, en á móti var Signý Þórðardóttir. " Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna mótmæla að sameiginlegur skipulagsdagur leikskóla verði 24.ágúst 2015. Ágústmánuður er viðkvæmur mánuður þar sem aðlögun nýrra barna fer fram, ekki er hægt að ganga út frá að allt starfsfólk hafi lokið sumarleyfum, einnig óvíst hvort búið sé að fullmanna skólana á þeim tíma. Tillaga að skipulagsdögum fyrir skólaárið 2015-2016 var sett fram á sameiginlegum fundi leik- og grunnskólastjóra út frá faglegum forsendum og óska leikskólastjórar eftir að stuðst verði við þá tillögu´´. ´´Helga María Hallgrímsdóttir og Signý Þórðardóttir harma ákvörðun nefndarinnar og telja fagleg rök fyrir því að leikskólastjórar tímasetji 5.daginn sjálfir. Sér í lagi í ljósi þess að skipulagsdögum hefur verið fækkað úr 6 í 5´´.
6.1504323 - Breyting á fyrirkomulagi skipulagsdaga
Frestað og starfsmönnum Menntasviðs falið að afla frekari upplýsinga.
Önnur mál:
Helga María Hallgrímsdóttir leggur til að umræða um gjaldskrá leikskóla verði tekin til umræðu á næsta leikskólanefndarfundi.
Gunnlaugur Ólafsson leggur til að öryggismál leikskóla verði rædd á næsta fundi.