Leikskólanefnd

61. fundur 20. ágúst 2015 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Marteinn Sverrisson aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Lögð fram námskrá 2015-2016-Fífusalir
Leikskólanefnd þakkar fyrir skilmerkilega námskrá

2.1406174 - Leikskóladeild-starfsáætlanir leikskóla

Lögð fram starfsáætlun 2015-2016- Fífusalir
Leikskólanefnd staðfestir áætlunina.

3.1406174 - Leikskóladeild-starfsáætlanir leikskóla

Lögð fram starfsáætlun 2015-2016-Kópasteinn
Leikskólanefnd staðfestir áætlunina.

4.1406174 - Leikskóladeild-starfsáætlanir leikskóla

Lögð fram starfsáætlun 2015-2016- Álfatún
Leikskólanefnd staðfestir áætlunina

5.1406174 - Leikskóladeild-starfsáætlanir leikskóla

Lögð fram starfsáætlun 2015-2016-Austurkór
Leikskólanefnd staðfestir áætlunina

6.1412398 - Leikskóladeild-Ósk um að vinna að rannsókn um heilsustefnu.

Lagðar fram niðurstöður rannsóknar er varðar innleiðingu heilsustefnu í leikskóla.
Leikskólanefnd þakkar fyrir

7.1508860 - Ósk um að vinna rannsókn-leikskóladeild

Lögð fram umsókn varðandi rannsókn í formi spurningalista til foreldra leikskólabarna
Leikskólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að deildarstjóri leikskóladeildar útfæri verklag varðandi verkefnið.

8.1505585 - Náms-og kynnisferðir starfsmanna leikskóla,skýrslur.

Lögð fram skýrsla Fífusala vegna námsferðar til Washington.
Leikskólanefnd þakkar leikskólanum Fífusölum fyrir greinargóða skýrslu.

9.15062317 - Leikskóladeild-skipulagasdagar 2015-2016

Lagt fram erindi foreldraráðs leikskólans Marbakka varðandi breytingu á skipulagsdögum og fjárhagslegt svigrúm vegna stærðar síðasta árgang leikskólans.

Leikskólanefnd þakkar fyrir erindið og felur leikskóladeild að svara bréfinu.

10.15082674 - Tillögur að fundardögum leikskólanefndar 2015.

Tillögur lagðar fram og samþykktar

11.15082694 - Leikskóladeild-Ósk um setja fram spurningalista til deildarstjóra leikskóla Kópavogs.

Lögð fram beiðni frá Evu Hrönn MA nema í HÍ um að leggja fram spurningalista til deildarstjóra leikskóla Kópavogs.

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

Fundi slitið.