1.1604020 - Menntasvið-stefna um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Stuðningur við nemendur m.sérþarfir.
Anna Karen Ásgeirsdóttir, sérkennslufulltrúi leikskólanna, kynnti drög að stefnu í sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum Kópavogs og stuðning við nemendur með sérþarfir. Drög voru lögð fyrir nefndina til umsagnar og ábendinga. Leikskólanefnd fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi beggja skólastiga. Stefnan lýsir þeim vel þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í stuðningi við börn í leik- og grunnskólum í Kópavogi.
2.1604348 - Óskað eftir frestun á grunnskólagöngu.
Beiðni um frestun grunnskólagöngu samþykkt einróma.
3.1604349 - leikskóladeild-rannsókn meðal foreldra
Leikskólanefnd samþykkir beiðni um rannsókn fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra þeirra leikskóla sem rannsóknin á að fara fram í.