Leikskólanefnd

60. fundur 25. júní 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1504332 - Daggæsla-athugasemdir

Lögfræðingur Kópavogsbæjar, Salvör Þórisdóttir og daggæslufulltrúi, María Kristjánsdóttir sátu fundinn undir þessum lið. Bókun færð í trúnaðarbók.

2.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Lögð fram skólanámskrá Fögrubrekku. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða og skilmerkilega námskrá.

3.1406174 - Leikskóladeild-starfsáætlanir leikskóla

Lögð fram starfsáætlun Dals fyrir næsta skólaár. Leikskólanefnd staðfestir áætlunina.

4.1505585 - Náms-og kynnisferðir starfsmanna leikskóla,skýrslur.

Skýrsla Kópasteins um náms-og kynnisferð þeirra til Toronto kynnt.
Skýrsla um námsferð starfsmanna í Kópasteini til Toronto í mai 2015. Leikskólanefnd þakkar góða skýrslu.

5.1505320 - Leyfi og endurnýjun leyfis

Lögð fram umsókn um leyfi til daggæslu barna.
Leikskólanefnd samþykkir leyfið.

6.15061918 - Ályktun daggæslufulltrúa

María Kristjánsdóttir daggæslufulltrúi kynnir ályktun frá fundi félags daggæslufulltrúa, 26,mars sl.
Lögð fram ályktun fundar daggæslufulltrúa frá 26. mars 2015. Umræðu frestað til næsta fundar og óskað eftir að daggæslufulltrúi fylgi ályktuninni eftir.

7.1409239 - Leikskóladeild-fundir leikskólastjóra 2014-2015.

Lögð fram fundargerð 10. fundar leikskólastjóra. Leikskólafulltrúi vakti athygli á kynningu á vinnu frá sameiginlegum starfsdögum leikskólastjóra og starfsmanna leikskóladeildar. Unnið var með Öryggishandbók leikskóla, áfallaáætlun, jafnréttisáætlun, skjalavörslu og heilbrigði og velferð starfsmanna.

8.15062317 - Leikskóladeild-skipulagasdagar 2015-2016

Umsókn frá leikskólanum Kór um breytingar á skipulagsdögum. Einnig er lagt fram bréf fagstjóra heilsuleikskólanna sem er stuðningur við ósk um tilfærslu til 30. október.
Annars vegar er óskað eftir að færa 20. nóvember 2015 til 30. október vegna sameiginlegs starfsdags hjá Skólum ehf. Hins vegar er óskað eftir að færa 24 ágúst 2015 og 4. janúar 2016 til 20. og 22. apríl 2016 vegna námsferðar starfsmanna.
Leikskólanefnd samþykkir tilfærslu vegna námsferðar, en hafnar tilfærslu vegna sameiginlegs starfsdags.

Fundi slitið.