Leikskólanefnd

67. fundur 18. febrúar 2016 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri, kynnti vinnu við verkefnið "skemmtilegri leikskóla- og skólalóðir"

2.1602303 - Leikskóladeid-skipulagsdagar leikskóla,Aukinn samráðstími

Málið rætt. Nefndarmenn greiddu atkvæði sérstaklega um fyrri hluta erindis, að leikskólar í Kópavogi fái 4 tíma til viðbótar við 5 skipulagsdaga, vegna sameiginlegs vinnudags leikskóla og grunnskóla í Kópavogi sem áætlaður er 11. nóvember 2016, í tengslum við stefnumótun um læsi og lesskilning. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Seinni hluta erindis varðandi auka skipulagsdag hafnað með atkvæðagreiðslu; Signý Þórðardóttir greiddi atkvæði með erindinu, Eiríkur Ólafsson, Jóhanna Heiðdal og Gunnlaugur Ólafsson greiddu atkvæði gegn tillögunni, Magnús Björgvinsson sat hjá.

Bókun: "Mikilvægt er að koma til móts við fagleg sjónarmið við skipulagningu leikskólastarfs með því að veita aukinn tíma til þess." Signý Þórðardóttir og Helga María Hallgrímsdóttir
Bókun: "Taka verður tillit til faglegra sjónarmiða, en einnig þarf að hafa í huga þarfir foreldra leikskólabarna. Stefna ber að því að foreldrar fái að hafa áhrif á framtíðarskipan skipulagsdaga hvort um sé að ræða 5 eða 6 daga á ári með virku íbúalýðræði." Eiríkur Ólafsson, Jóhanna Heiðdal og Gunnlaugur Snær Ólafsson

Fundi slitið.