- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Frá starfsmönnum í Furugrund vegna náms- og kynnisferðar til Glasgow 3.-6. mars. Heimsóttur verður vinaleikskóli Furugrundar og kynning verður á námskrá í Skotlandi fyrir börn á leikskólaaldri. Sótt er um fyrir 19 starfsmenn. Heildarkostnaður er kr. 1.284.780
Samþykkt að styrkja hvern starfsmann um 7.500 kr.
Frá starfsmönnum i Arnarsmára vegna náms- og kynnisferðar til Malmö og nágrennis 22.-23. apríl. Sérstaklega á að skoða leikskóla með útikennslu, en Arnarsmári er kominn af stað með þróunarverkefni um útikennslu. Sótt er um fyrir 26 starfsmenn. Heildarverð ferðar er kr. 2,250,000,-
Samþykkt að styrkja hvern starfsmann um 7.500 kr.
Frá starfsmönnum í Marbakka vegna náms- og kynnisferðar 21. - 25. apríl, til Kalmar í Svíþjóð. Starfsmenn munu kynna sér starf leikskóla sem starfa í anda Reggio Emilia. Sótt er um fyrir 23 starfsmenn. Heildarkostnaður liggur ekki nákvæmur fyrir en áætlun er um 2.500.000.-
Samþykkt að styrkja hvern starfsmann um 7.500 kr.
Frá starfsmönnum í Urðarhóli vegna náms- og kynnisferðar til Stokkhólms í okt. nk. Starfsmenn munu kynna sér starf leikskóla með áherslu á næringu, hreyfingu, listsköpun og útinám - þ.e. markmið Urðarhóls.
Sótt er um fyrir 38 starfsmenn. Heildarkostnaður er áætlaður um 4.066.000,-
Samþykkt að styrkja hvern starfsmann um 7.500 kr.
Sindri Sveinsson, rekstarstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn og veitti eftirfarandi upplýsingar:
Samþykkt hefur verið að þjónustureknir leikskólar skili inn fjárhagslegum upplýsingum að ósk Kópavogsbæjar með reglulegu millibili, sbr. reglur um eftirlit samþykktum á fundi leikskólanefndar 2. febrúar 2010.
1.mars 2010 bar hverjum leikskóla að skila inn endurskoðuðum ársreikningi fyrir fjárhagsárið 2009, ásamt staðfestum yfirlitum á greiðslu launatengdra gjalda.
Hér með staðfestist að allir skólar hafa skilað inn umbeðnum gögnum um greiðslur launatengdra gjalda.
Leikskólinn Kjarrið hefur skilað inn endurskoðuðum ársreikningi, en leikskólarnir Aðalþing og Kór hafa skilað inn staðfestingu endurskoðanda á að rekstur skólanna og fjárhagsleg staða sé í lagi en að ársreikningur sé enn í vinnslu.
Leikskólanefnd óskar eftir að fá upplýsingar um ársreikning frá Kór og Aðalþingi þegar þær liggja fyrir.
Starfsáætlanir staðfestar fyrir Aðalþing, Kór, Efstahjalla, Urðarhól og Smárahvamm.
Frá leikskólanum Undralandi v/Hábraut.
Leikskólanefnd mælir með að bæjarstjórn samþykki umbeðið rekstrarleyfi til næstu þriggja ára, þ.e. til 1. mars 2013.
Leikskólanefnd hafnar erindinu og felur leikskólafulltrúa að svara því.
Leikskólanefnd hafnar erindinu en býður upp á ákveðin úrræði og felur leikskólafulltrúa að svara erindinu.
Fundargerð 6 fundar leikskólastjóra lögð fram
A: mnr. 1002165 Lagt fram námsefni, "Gaman saman með Pétri og úlfinum" - tónlistarspil. Höfundur: Linda Margrét Sigfúsdóttir. Námsefnið hlaut styrk úr þróunarsjóði leikskóla Kópavogs 2009.
Leikskólanefnd þakkar fyrir skemmtilegt námsefni.
B: Lögð fram bók sem leikskólakennarar í Fögrubrekku unnu: "Börn geta meira en við höldum". Höfundar eru: Anna Friðriksdóttir, Edda Valsdóttir og Ingibjörg Erla Björnsdóttir.
Leikskólanefnd þakkar fyrir áhugaverða bók.
c: Borið hefur við að nefndarmenn hafi ekki fengið fundarboð. Óskað er eftir að skráningu fundarmanna í fundargerðarkerfi bæjarins verði kippt í lag.
Næsti fundur nefndarinnar verður þriðjudaginn 30. mars.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Frá starfsmönnum í Sólhvörfum vegna náms- og kynnisferðar til Boston 22 og 23. apríl. Starfsmenn munu kynna sér starf leikskóla sem starfa í anda hugsmíðahyggju. Sótt er um fyrir 20 starfsmenn. Kostnaður vegna fargjalda er kr. 2,560,000,- en ekki er vitað um kostnað vegna heimsókna o.fl.
Samþykkt að styrkja hvern starfsmann um 7.500 kr.