Leikskólanefnd

37. fundur 16. apríl 2013 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður fræðslusviðs
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Signý Þórðardóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.1303483 - Stöður leikskólakennara í leikskólum Kópavogs

      Leikskólanefnd leggur til við menntasvið að stofnaður verði vinnuhópur sem hafi það hlutverk að móta tillögur til að fjölga leikskólakennurum í leikskólum Kópavogs. Í vinnuhópnum sitji einn fulltrúi leikskólastjóra, einn fulltrúi leikskólakennara, einn fulltrúi leikskólanefndar og tveir starfsmenn leikskóladeildar.

2.1304140 - Viðmið um fjölda barna í leikskólum. Hagsmunir barna, velferð og vellíðan

Leikskólanefnd felur starfsmönnum menntasviðs að skoða málið og skila tillögum til leikskólanefndar.

3.1304107 - Afsláttur á leikskólagjöldum starfsmanna

Leikskólanefnd leggur til að starfsmönnum menntasviðs verði falið að skoða málið samhliða gerð næstu fjárhagsáætlunar.

4.1304190 - Eftirlit með einkaleikskólum 2013

Skýrslur leikskólaráðgjafa vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum lagðar fram til kynningar. Leikskólanefnd lýsir ánægju sinni með skýrslurnar.

5.1304191 - Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi leikskólans Yls

Nefndin samþykkir endurnýjun leyfis til reksturs leikskólans Yls.

 

6.1304192 - Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi leikskólans Undralands

Nefndin samþykkir endurnýjun leyfis til reksturs leikskólans Undralands.

7.1302614 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla við aðila utan skólanna

Lagt fram og frestað til næsta fundar.

8.1303480 - Ósk um að gera rannsókn í leikskólum Kópavogs á pólskukunnáttu pólskumælandi barna

Leikskólanefnd veitir heimild til rannsóknar fyrir sitt leyti.

 

9.1303305 - Beiðni um órekjanlegar upplýsingar varðandi starfsmannahald á leikskólum Kópavogs vegna BA verkefnis

Leikskólanefnd veitir heimild til rannsóknar fyrir sitt leyti og óskar jafnframt eftir því að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar fyrir nefndinni.

Fundi slitið - kl. 18:30.