Leikskólanefnd

158. fundur 16. nóvember 2023 kl. 17:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Hannes Þórður H. Þorvaldsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Evert Úlfsson áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Björk Þórbergsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum

Ytra eftirlit með leikskólanum Aðalþingi lagt fram til samþykktar.
Málinu frestað til næsta fundar.

Almenn mál

2.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum

Ytra eftirlit með leikskólanum Kór lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir athugunarlista vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi.

Almenn mál

3.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum

Ytra eftirlit með Waldorf leikskólanum Yl lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir athugunarlista vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi

Almenn mál

4.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagðar fram upplýsingar um þróun innleiðingar aðgerða í leikskólamálum varðandi mönnun og breytingar á dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs.
Leikskólanefnd þakkar greinargóðar upplýsingar um stöðuna á innleiðingu breytinga í leikskólamálum.
Leikskólanefnd samþykkir samhljóða framlagða tillögu um breytingu á sveigjanleika í skráningu dvalartíma

Fulltrúi foreldra, Pírata og Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi foreldra, Pírata og Samfylkingar vilja skora á bæinn að endurskoða ákvörðun að binda mætingu við klukkan 9. Reyna eigi eins og hægt er að koma til móts við mismunandi þarfir fjölskyldna í Kópavogi, meðal annars með frekari sveigjanleika í mætingu í hinu nýja kerfi.

Almenn mál

5.2204584 - Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára skólaárið 2023-2024

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir skólaárið 2023-2024 með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Fundi slitið.