Leikskólanefnd

154. fundur 15. júní 2023 kl. 17:00 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland, aðalmaður boðaði forföll og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Hermann Ármannsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagt fram.
Tillögur starfshóps í leikskólamálum kynntar og ræddar.
Leikskólanefnd þakkar starfshópi í leikskólamálum fyrir vel unnin störf og greinargóða skýrslu. Leikskólanefnd vísar málinu áfram til Bæjarráðs og vonast til að tillögurnar verði til þess að styrkja starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi.

Bókun:
Vara áheyrnarfulltrúi Pírata leggur fram eftirfarandi bókun. Hlutverk og markmið leikskólanefndar samkvæmt erindisbréfi er meðal annars að bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum bæjarfélagsins og framkvæmd leikskólastarfs í Kópavogi. Undirritaður telur freklega farið framhjá hlutverki nefndarinnar ef ekki stendur til að hún taki fullmótaðar tillögur til afgreiðslu þegar bæjarfulltrúar hafa fjallað um þær. Ljóst er að tillögurnar gætu enn átt eftir að taka einhverjum breytingum þar sem fyrirhugaður vinnufundur bæjarfulltrúa hefur verið boðaður næstkomandi þriðjudag. Eðlilegt væri að leikskólanefnd fengi tillögurnar til afgreiðslu þegar þeirri vinnu er lokið.
Indriði Ingi Stefánsson

Almenn mál

2.23011495 - Óskað er eftir breytingu á skipulagsdegi sem vera á í mars 2024.

Leikskólinn Heilsuskólinn Fífusalir, Kór og Urðarhóll óska eftir að færa skipulagsdaginn í mars 2024.
Leikskólanefnd hafnar erindinu með hliðsjón af núgildandi reglum um skipulagsdaga leikskóla í Kópavogi.

Almenn mál

3.23061051 - Einstakar mæður óska eftir að fá forgang fyrir börn sín í leikskóla

Lagt fram
Leikskólanefnd hafnar erindinu.

Almenn mál

4.23061190 - Dagforeldrar í Kópavogi 2023

Fulltrúi Viðreisnar í Kópavogi biður um upplýsingar um fjōlda starfandi dagmæðra í Kópavogi og hvort þeim hafi fækkað á undanfōrnum misserum.
Leikskólanefnd felur menntasviði að vinna að því að leita leiða til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:15.