Leikskólanefnd

153. fundur 25. maí 2023 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Hermann Ármannsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1911584 - Umsóknir um þróunarstyrki úr þróunarsjóði leikskóla.

Tillaga lögð fram um styrkþega úr þróunarsjóði leikskóla.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Almenn mál

2.2203417 - Daggæsla-Umsókn og endurnýjun á leyfi. Þjónustusamningar 2022-2023

Beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

3.2204073 - Daggæsla-Umsókn og endurnýjun á leyfi. Þjónustusamningar 2021-2023

Beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

4.23011495 - Leikskólinn Austurkór óskar eftir 6. skipulagsdegi vegna námsferðar erlendis.

Leikskólinn Austurkór óskar eftir viðbótar skipulagsdegi fyrir skólaárið 2022 -2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Austurkórs um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

5.220426377 - Starfsáætlun leikskólans Núps skólaárið 2022-2023

Starfsáætlun leikskólans Núps fyrir skólaárið 2022- 2023 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Núps.

Almenn mál

6.2204677 - Starfsáætlun leikskólans Kórs skólaárið 2022-2023

Starfsáætlun leikskólans Kórs fyrir skólaárið 2022- 2023 lögð fram til samþykktar
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kórs með fyrirvara um samþykki foreldraráðs leikskólans.

Almenn mál

7.2212604 - Menntasvið-leikskóladeild, styrkir til náms leikskólakennara.

Tillaga lögð fram til samþykktar um endurskoðun á reglum um námsstyrki í leikskólum Kópavogs. Endurskoðunun var á framsetningu reglnanna til að gera þær skýrari og einfaldari og einnig voru minniháttar efnislegar breytingar.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Önnur mál

8.2306080 - Verkföll hjá starfsfólki SFK í leikskólum Kópavogs.

Bókanir lagðar fram.
Bókun.
Fulltrúi Pírata, Vina Kópavogs, Samfylkingar og Viðreisnar hvetja Kópavogsbæ til þess að semja hratt og örugglega í kjarasamningum við félagsmenn BSRB. Það er mjög mikilvægt starfsfólk í leikskólakerfinu. Það er öllum til bóta að leikskólar bæjarins séu fullstarfandi. Þá sérstaklega með nám barnanna fyrir augum en einnig fyrir atvinnulífið.
Eva Sjöfn Helgadóttir
Hreiðar Oddsson
Guðrún B I Le Sage de Fontenay
Jóhanna Pálsdóttir

Bókun.
Fulltrúi SAMLEIK styður við baráttu allra leikskólastarfsmanna til bættra kjara.
Það er brýnt hagsmunamál fjölskyldna barna á leikskólaaldri að samningar komist á sem fyrst svo ekki komi til frekari raskana á því mikilvæga starfi sem fer fram í leikskólum Kópavogs.
Karen Rúnarsdóttir.

Önnur mál

9.2212606 - Úthlutun barna í leikskóla Kópavogs

Bókun lögð fram.
Bókun.
Fullrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram eftirfanandi bókun. Lagt er til að menntasvið útfæri hvernig hægt er að bjóða elsta árgangi í leikskólum bæjarins að hefja nám í gunnskólum bæjarins haustið 2023.
Ljóst er að í ár verða börnum ekki úthlutuð leikskólavistun eins og verið hefur sl. vor. Það gæti valdið fjölskyldum vandræðum.
Mikilvægt er að bregðast skjótt við þessu ástandi og því leggur undirritaður til að menntasviði verði falið, nú þegar, að útfæra hvernig hægt er að bjóða elsta árgangi(2018) í leikskólum bæjarins að hefja nám í grunnskólum haustið 2023(sbr. Ísaksskóli). Með því verður hægt að taka yngri börn inn í leikskólana í haust.
Tilgangurinn er að efla grunnskólanám barnanna og opna pláss fyrir yngri börn sem munu geta hafið nám í leikskóla.
Hermann Ármannsson

Fundi slitið - kl. 18:30.