Leikskólanefnd

148. fundur 19. janúar 2023 kl. 17:00 - 19:00 í leikskólanum Marbakka
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Hermann Ármannsson aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri Leikskóladeildar
Dagskrá
Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri í Marbakka kynnti starfsemi og áherslur í starfi leikskólans. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu og veitingar á fundinum.

Almenn mál

1.2212548 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2023 lagt fram til samykktar.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu að forgangsröðun um endurbætur leikskólalóða á árinu 2023 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.

Almenn mál

2.23011496 - Leikskóladeild-sumarlokun leikskóla.

Tillaga að sumarlokun leikskóla Kópavaogs fyrir sumarið 2023 lagt fyrir til samþykktar.
Leikskólanefnd leggur til að sumarlokun leikskóla verði 12. júlí til 9. ágúst 2023 og að fjögurra vikna lokun verði hér eftir á þessum tíma árs. Vegna frágangs og undirbúnings lokar leikskólinn kl. 13.00 11. júlí og opnar kl. 13.00 10. ágúst.
Þetta eykur fyrirsjáanleika fyrir fjölskyldur og starfsfólk leikskóla. Undanfarin ár hefur þessi tími verið valinn af foreldrum og starfsfólki allra leikskóla Kópavogs. Jafnframt hentar þetta mjög vel aðlögun nýrra barna og skipulagningu faglegs starfs þ.e. skýr skil eru um upphaf og lok skólaársins auk þess sem foreldrar geta gengið að því vísu í upphafi skólaárs.

Almenn mál

3.23011495 - Leikskóladagatal fyrir skólaárið 2023-2023

Tillaga að sameiginlegum skipulagsdögum fyrir skólaárið 2023 - 2024 lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir leikskóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024.

Almenn mál

4.23011495 - Fagrabrekka óskar eftir 6. skipulagsdegi vegna námsferðar erlendis.

Leikskólinn Fagrabrekka óskar eftir viðbótar skiuplagsdegi fyrir skólaárið 2022 - 2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Fögrubrekku um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla, með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

5.23011495 - Kópahvoll óskar eftir 6. skipulagsdegi vegna námsferðar erlendis.

Leikskólinn Kópahvoll óskar eftir viðbótar skiuplagsdegi fyrir skólaárið 2022 - 2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Kópahvols um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

6.23011495 - Kópasteinn óskar eftir 6. skipulagsdegi vegna námsferðar erlendis.

Leikskólinn Kópasteinn óskar eftir viðbótar skiuplagsdegi fyrir skólaárið 2022 - 2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Kópasteins um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

7.23011495 - Lækur óskar eftir 6. skipulagsdegi vegna námsferðar erlendis.

Leikskólinn Lækur óskar eftir viðbótar skiuplagsdegi fyrir skólaárið 2022 - 2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Lækjar um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

8.23011495 - Rjúpnahæð óskar eftir 6. skipulagsdegi vegna námsferðar erlendis.

Leikskólinn Rjúpnahæð óskar eftir viðbótar skiuplagsdegi fyrir skólaárið 2022 - 2023 vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Rjúpnahæðar um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla, sem fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

9.2204057 - Daggæsla-Umsókn og endurnýjun á leyfi. Þjónustusamningar 2021-2023

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Fundi slitið - kl. 19:00.