Leikskólanefnd

146. fundur 17. nóvember 2022 kl. 17:00 - 18:45 í leikskólanum Sólhvörfum
Fundinn sátu:
  • Matthías Páll Imsland aðalmaður
  • Árnína Steinunn Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Hermann Ármannsson, aðalmaður boðaði forföll og Tinna Rán Sverrisdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jóhanna Pálsdóttir. aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Kristín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún B I le Sage de Fontenay áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá
Gerður Magnúsdóttir leikskólastjóri í Sólhvörfum kynnti starfsemi og áherslur í starfi leikskólans. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu og veitingar á fundinum.

Almenn mál

1.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagt fram til kynningar.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, og Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar, kynntu tillögu að stofnun starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, með þeim fyrirvara að fulltrúa foreldra verði bætt í hópinn, og vísar tillögunni áfram til Bæjarráðs.

Almenn mál

2.1910505 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum - framhaldsmál

Ytra eftirlit með Waldorf leikskólanum Yl lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir athugunarlista vegna eftirlits með einka- og þjónustureknum leikskólum í Kópavogi

Almenn mál

3.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Leikskólinn Fururund óskar eftir viðbótar skipulasdegi fyrir skólaárið 2022-2023, vegna námsferðar erlendis.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Furugrundar um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla Kópavogs.

Almenn mál

4.2204584 - Starfsáætlanir Arnarsmári 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir skólárið 2022-2023 lögð fram til samþykkar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Arnarsmára með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Leikskólastjóri Arnarsmára tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Almenn mál

5.2204578 - Starfsáætlanir Álfaheiði 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Álfaheiðar fyrir skólárið 2022-2023 lögð fram til samþykkar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Álfaheiðar.

Almenn mál

6.2204681 - Starfsáætlanir Fífusalir 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Fífusala fyrir skólárið 2022-2023 lögð fram til samþykkar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Fífusala.

Almenn mál

7.220426368 - Starfsáætlanir Marbakki 2021-2023

Starfsáætlun leikskólans Marbakka fyrir skólárið 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Marbakka.

Almenn mál

8.2209272 - Fyrirspurn Karenar Rúnarsdóttur áheyrnarfulltrúa SAMLEIK

Lagt fram til umræðu.
Almennar umræður um þá stöðu sem skapast hefur í nokkrum leikskólum vegna manneklu.

Fundi slitið - kl. 18:45.