Leikskólanefnd

141. fundur 19. maí 2022 kl. 17:00 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1712893 - Menntasvið-eftirlit og gæði mötuneyta

Niðurstöður gæðaúttektar á mötuneytum leikskóla lagðar fram.
Lagt fram.

Almenn mál

2.2108509 - Tillaga um grænkeravalkost í mötuneytum erindi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur

Svar við tillögu lagt fram.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu um grænkerafæði í leikskólum Kópavogs.

Almenn mál

3.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2022

Menningarstefna Kópavogs sem samþykkt var í bæjarráði 5. maí sl.lögð fram.
Lagt fram og samþykkt.

Almenn mál

4.22032977 - Efstihjalli 2, Leikskólinn Efstihjalli

Farið yfir stöðu leikskólans Efstahjalla.
Deildarstjóri leikskóladeildar og sviðsstjóri upplýstu um stöðu mála í Efstahjalla.

Almenn mál

5.22021294 - Menntasvið-fjölgun leikskólarýma

Farið yfir hvernig staðið verður að fjölgun leikskólarýma og hvernig staðan er í úthlutun barna í leikskólana.
Sviðsstjóri og deildarstjóri leikskóladeildar upplýstu um fyrihugaða fjölgun leikskólarýma í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:15.