Leikskólanefnd

136. fundur 18. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir aðalmaður
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Jóhanna Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1510033 - Kynning á leikskólanum Aðalþingi

Leikskólastjóri Aðalþings kynnir starfsemi leikskólans.
Leikskólanefnd óskar starfsfólki Aðalþings innilega til hamingju með íslensku menntaverðlaunin sem eru verðskulduð viðurkenning á því faglega starfi sem fram fer innan leikskólans.
Herði Svavarssyni er þakkað kærlega fyrir góða kynningu á hvernig grunnþættir menntunar eru samofnir stefnu leikskólans sem starfar í anda Reggio Emilia.

Almenn mál

2.1611450 - Leikskóladeild-sumarlokun leiksskóla.

Tillaga að sumarlokun leikskóla fyrir sumarið 2022 lagt fyrir til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Almenn mál

3.1909444 - Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskóla

Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans Grænatúns vegna námsferðar erlendis lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Grænatúns um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist það verklagsreglum um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Almenn mál

4.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Þann 4. nóvember samþykkti bæjarráð að visa drögum að endurskoðaðri lýðheilsustefnu í samráðsferli. Óskað er eftir að leikskólanefnd fjalli um og veiti umsögn um drögin.
Máli frestað.

Almenn mál

5.1510078 - Starfsáætlun leikskólans Furugrundar

Starfsáætlun leikskólans Furugrundar fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Furugrundar fyrir skólaárið 2021-2022.

Almenn mál

6.1510033 - Starfsáætlun leikskólans Aðalþings

Starfsáætlun leikskólans Aðalþings fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Aðalþings fyrir skólaárið 2021-2022.

Almenn mál

7.1309474 - Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

8.1310169 - Umsókn um að fá að starfa saman sem dagforeldrar.

Tveir dagforeldrar með langa reynslu óska eftir að fá að starfa saman á sömu starfsstöð tímabundið.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni tveggja dagforeldra um að vinna saman á sömu starfsstöð tímabundið, eða til 15. júlí 2022.

Fundi slitið - kl. 18:45.