Leikskólanefnd

56. fundur 12. mars 2015 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Svava Skúladóttir varamaður
  • Egill Örn Gunnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1503162 - Leyfisumsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

2.1503165 - Leyfi og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að öll umbeðin gögn hafi borist.

3.1503164 - Leyfi og endurnýjun leyfis

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina.

4.1503122 - Daggæsla-athugasemdir

Leikskólanefnd tekur undir orð lögfræðings, Salvarar Þórisdóttur. Jafnframt beinir nefndin því til daggæslufulltrúa að vinna að því að reglur Kópavogsbæjar um daggæslu í heimahúsum verði skoðaðar m.t.t. þess að koma í veg fyrir álita- og ágreiningsmál.

5.1502195 - Leikskóladeild:Erindi leikskólastjóra með ósk um viðbótar skipulagsdag.

Leikskólastjórar óska eftir að fá áfram sjötta skipulagsdaginn vegna aukinna krafna í leikskólastarfinu. Kosið var í nefndinni. Einn nefndarmaður, Signý Þórðardóttir samþykkir en þrír, Jóhanna Heiðdal, Egill Örn Gunnarsson og Eirikur Ólafsson á móti. Einn nefndarmaður sat hjá. Fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi starfsmanna í leikskólum og áheyrnarfulltrúi óska eftir að bóka eftirfarandi: "Undirrituð harma þessa niðurstöðu og telja hana ekki sýna þann faglega metnað sem leikskólar Kópavogs eru þekktir fyrir. Fækkun um níu starfsmannafundi frá árinu 2008 hefur ekki skilað sér til baka". Leikskólanefnd beinir þeirri ósk til bæjarráðs að leikskólunum verði tryggt viðbótar fjármagn til að halda fundi utan vinnutíma.

6.1412050 - Leikskóladeild-Aðalþing,skipulagsdagar 2014-2015

Lagt fram bréf foreldra. Starfsmönnum Menntasviðs falið að svara bréfinu.

7.1406174 - Leikskóladeild-Starfsáætlanir leikskóla

Leikskólanefnd samþykkir erindi starfsmanna í Baugi um að taka tvo skipulagsdaga saman vegna náms- og kynnisferðar erlendis.

8.1406174 - Leikskóladeild-Starfsáætlanir leikskóla

Leikskólanefnd samþykkir erindi starfsmanna í Austurkór um að taka tvo skipulagsdaga saman vegna náms- og kynnisferðar erlendis.

9.1503169 - Aðalþing-Fyrirspurn v.námsleyfa og námsstyrkja frá foreldraráði.

Leikskólanefnd felur Menntasviði að vinna að málinu og skoða út frá ýmsum hliðum. Málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi.

10.1503054 - Leikskóladeild-Umsóknir og úthutun úr þróunarsjóði leikskóla 2015.

Leikskólafulltrúi fór yfir umsóknir sem borist hafa í sjóðinn. Leikskólafulltrúi mun leggja tillögur um úthlutun fyrir næsta fund nefndarinnar.

11.1503030 - Leikskóladeild-Leyfi til að taka viðtal við tvo leikskólastjóra í sveitarfélaginu.

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

12.1503340 - Beiðni um rannsóknarleyfi

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

13.1409239 - Leikskóladeild-fundir leikskólastjóra 2014-2015.

Fundargerð 6. fundar leikskólastjóra lögð fram og rædd.
Önnur mál

Næsti fundur verður 16. apríl.

Fundi slitið.