Leikskólanefnd

117. fundur 19. mars 2020 kl. 17:00 - 20:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Niðurstöður af fundi nefnda og ráða þann 27. febrúar 2020 lagðar fram.
Gengið frá áherslum leikskólanefndar í stefnumótunar vinnu bæjarins.

Almenn mál

2.1602303 - Leikskóladeid-skipulagsdagar leikskóla

Beiðni um frestun á auka skipulagsdegi sem 5 leikskólar hafa fengið leyfi fyrir, vegna námsferðar erlendis í vor.
Samþykkt var að veita leikskólunum Álfaheiði, Efstahjalla, Dal, Rjúpnahæð og Heilsuleikskólanum Kór leyfi til að fresta 6. skipulagsdeginum um óákveðin tíma vegna Covid 19. Einnig var ákveðið, að sömu ástæðu, að fresta skipulagsdeginum sem á að vera 23. mars n.k. um óákveðin tíma.

Fundi slitið - kl. 20:00.