Leikskólanefnd

116. fundur 20. febrúar 2020 kl. 17:00 - 20:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Hildur María Friðriksdóttir varamaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áslaug Pálsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Tillögur um framkæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2020. Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2020 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.

Almenn mál

2.2002413 - Aðalskoðun leikskólalóða 2019

Lagt fram til kynningar.
Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri kynnti niðurstöður Aðalskoðunar leikskólalóða 2019. Leikskólanefnd þakkar fyrir góða kynningu.

Almenn mál

3.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Stýrihópur innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur gert drög að aðgerðaráætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Óskað er eftir umsögn leikskóladeildar.
Leikskólanefnd hefur tekið til umræðu innleiðingaráætlun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mun skila minnisblaði til verkefnisstjóra innleiðingar Barnasáttmála í samræmi við umræður og ábendingar sem fram komu á fundinum.

Almenn mál

4.2001838 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

5.1510078 - Starfsáætlun leikskólans Furugrundar

Starfsáætlun leikskólans Furugrundar fyrir skólaárið 2019-2020 lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Furugrundar.

Almenn mál

6.1112357 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

7.2002414 - Beiðni um rannsóknarleyfi - Þýðing og forprófun spurningalistanna FOCUS og LANIS

Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd vísar málinu til menntasviðs til úrvinnslu.

Almenn mál

8.1711324 - Menntasvið-vinnuteymi leikskólastjórnenda um starfsumhverfi leikskóla

Lagt fram til kynningar.
Frestað til næsta fundar.

Almenn mál

9.1206392 - Reglur um dvöl barna hjá dagforeldri

Tillaga að breytingu á reglum um dvöl barna hjá dagforreldri. Lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir breytingu á reglum um dvöl barna hjá dagforeldri fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til samþykktar bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 20:00.