Leikskólanefnd

115. fundur 16. janúar 2020 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Eva Sjöfn Helgadóttir varamaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir varamaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Karen Rúnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áslaug Pálsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar Sigríði Ólafsdóttur leikskólastjóra í Grænatúni fyrir áhugverða kynningu á starfi leikskólans og einnig fyrir góðar veitingar.

Almenn mál

1.1704141 - PMTO-grunnmenntun

Kynning á grunnmenntunarnámskeiði PMTO fyrir kennara.
Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir sérkennsluráðgjafi kynnti námskeið PMTO sem leik- og grunnskóladeildin hefur verð að bjóða sameiginlega starfsfólki sínu að taka þátt í.

Almenn mál

2.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum.

Ytraeftirlit með leikskólanum Aðalþingi lagt fram til kynningar.
Kynnt var fyrir fundarmönnum niðurstöður ytra mats í leikskólanum Aðalþingi.

Almenn mál

3.1910505 - Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum.

Ytraeftirlit með leikskólanum Undralandi lagt fram til kynningar.
Kynnt var fyrir fundarmönnum niðurstöður ytra mats í leikskólanum Undralandi.

Almenn mál

4.1510110 - Starfsáætlun leikskólans Undraland

Starfsáætlun leikskólans Undralands fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáæltun leikskólans Undralands fyrir skólaárið 2019-2020 með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.

Almenn mál

5.1602303 - Skipulagsdagar fyrir skólaárið 2020-2021

Skipulagsdagar fyrir skólaárið 2020-2021 lagt fram til samþykktar
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna að skipulagsdögum fyrir skólaárið 2020-2021, enda er tillagan í samræmi við reglur um skipulagsdaga og skóladagatöl leikskóla.

Almenn mál

6.1911584 - Barnasáttmálinn - réttindaleikskólar UNICEF

Kynning á innleiðingu réttindaleikskóla UNICEF
Anna Birna sviðsstjóri menntasviðs og Sigurlaug deildarstjóri leikskóladeildar kynntu fyrirhugaða innleiðingu réttindaleikskóla UNICEF.

Fundi slitið - kl. 19:00.