Leikskólanefnd

113. fundur 21. nóvember 2019 kl. 17:00 - 19:40 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Erla Dóra Magnúsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Áslaug Pálsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar Eddu Valsdóttir leikskólastjóra og Önnu Friðriksdóttir aðstoðarleikskólastjóra Fögrubrekku fyrir áhugaverða kynningu á starfi leikskólans og einnig fyrir góðar veitingar.

Almenn mál

1.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi kynnir samgöngustefnu Kópavogsbæjar.
Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi kynnti samgöngustefnu Kópavogsbæjar fyrir nefndarmönnum. Leikskólanefnd leggur til að deildarstjóra leikskóladeildar og sviðsstjóra menntasviðs verði falið að yfirfara samgöngustefnuna m.t,t, þeirra ábendinga sem fram koma frá nefndarmönnum og skila umsögn um áætlunina.

Almenn mál

2.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Lögð fram.
Gunnar Sær Ragnarsson kynnti jafnréttisáætlun Kópavogsbæjars fyrir nefndarmönnum. Leikskólanefnd leggur til að deildarstjóra leikskóladeildar og sviðsstjóra menntasviðs verði falið að yfirfara jafnréttisáætlun m.t,t, þeirra ábendinga sem fram koma frá nefndarmönnum og skila umsögn um áætlunina.

Almenn mál

3.1909444 - Leikskólinn Rjúpnahæð - umsókn um viðbóðar skipulagsdag leikskóla.

Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans Rjúpnahæðar vegna námsferðar erlendis lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist þetta nýjum verklagsreglum.

Almenn mál

4.1909444 - Leikskólinn Efstihjalli - umsókn um viðbóðar skipulagsdag leikskóla.

Umsókn um viðbótar skipulagsdag leikskólans Efstahjalla vegna námsferðar erlendis lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans um viðbótar skipulagsdag vegna námsferðar erlendis, enda samræmist þetta nýjum verklagsreglum.

Almenn mál

5.1510084 - Starfsáætlun leikskólans Kórs

Starfsáætlun leikskólans Kórs fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kórs fyrir skólaáarið 2019-2020.

Almenn mál

6.1510082 - Starfsáætlun leikskólans Kópahvols.

Starfsáætlun leikskólans Kópahvols fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Kópahvols fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

7.1510094 - Starfsáætlun leikskólans Núps

Starfsáætlun leikskólans Núps fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Núps fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

8.1510111 - Starfsáætlun leikskólans Urðarhóls.

Starfsáætlun leikskólans Urðarhóls fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Urðarhóls fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

9.1510086 - Starfsáætlun leikskólans Lækjar

Starfsáætlun leikskólans Lækjar fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Lækjar fyrir skólaárið 2019-2020.

Almenn mál

10.1911516 - Starfsáætlun Waldorfsleikskólans Yls

Starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Yls fyrir skólaárið 2019-2020, með fyrirvara um að umsögn foreldraráðs berist.

Almenn mál

11.1611450 - Leikskóladeild-sumarlokun leikskóla.

Tillaga að sumarlokun leikskólanna fyrir sumarið 2020 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Almenn mál

12.1409556 - Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna.

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

13.1202582 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi

Umsókn um leyfi til daggæsalu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

14.1911584 - Umsóknir um þróunarstyrk leikskóla 2019

Umsóknir frá leikskólum í Kópavogi um styrk úr þróunarsjóði leikskóla.
Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 19:40.