Leikskólanefnd

105. fundur 21. mars 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Guðrún Arna Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar leikskólastjóra Lækjar Kristínu Laufeyju Guðjónsdóttir fyrir áhugaverða kynningur á starfi leikskólans. Einnig þakkar nefndin fyrir góðar veitinar.

Almenn mál

1.1903712 - Verkfærakistan námskeið sem KVAN stendur fyrir, fyrir starfsfólk leikskóla

Vanda Sigurgeirsdóttir kynnir verkfærakistuna, sem er hagnýtt námskeið fyrir starfsfólk til að vinna með hópa og einstaklinga í samskiptum.
Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði HÍ, kynnti verkfærakistuna, sem er hagnýtt 15 klukkustunda námskeið fyrir starfsfólk elstu barna í leikskólunum. Markmið námskeiðsins er að efla stafsfólk í að vinna enn betur með hópa og einstaklinga í samskiptum.

Leikskólanefnd þakkar kynninguna og fagnar þessu áhugaverða námskeiði.

Almenn mál

2.1106010 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu í heimahúsi.
Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

3.1310169 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu í heimahúsi.
Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

4.1305528 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Beiðni um endurnýjun á leyfi til daggæslu í heimahúsi.
Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

5.1602303 - Viðmið við mat á skóladagatali leikskóla

Lögð fram viðmið um leikskóladagatöl og dagsetningar af samræmdum skipulagsdögum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2019-2020
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:00.