Leikskólanefnd

6. fundur 10. maí 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1005024 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 10.05.2010

Leikskólanefnd samþykkir að umsækjendur verði ráðnir

2.1005026 - Biðlisti í leikskóla 2010. Hverfi 203

Lagðar fram upplýsingar leikskólafulltrúa. Mörg börn búsett í hverfum í póstnúmeri 203 fá ekki leikskóladvöl þar, eða fá leikskóladvöl í öðrum hverfum. Leikskólanefnd óskar eftir upplýsingum um í hvaða hverfum innan póstnúmersins þau börn eru búsett sem bíða eftir dvöl.

3.1004336 - Bréf frá Leikskólasviði Reykjavíkur vegna sérkennslu

Óskað er eftir að greidd verði sérkennsla fyrir barn í elsta árgangi úr Kópavogi sem dvelur í leikskóla í Reykjavík. Foreldri er starfsmaður í leikskóla í Reykjavík. Leikskólanefnd leggur til að greitt verði framlag vegna barnsins frá 1. maí 2009 og til þess er barn lýkur leikskóladvöl á yfirstandandi skólaári.

4.1003259 - Umsókn um seinkun á grunnskólanámi

Leikskólanefnd er almennt þeirrar skoðunar að hvert skólastig eigi að koma til móts við þarfir hvers einstaklings skv. ákvæðum um einstaklingsmiðað nám. Í þessu tilfelli samþykkir leikskólanefnd þó að viðkomandi barn fái að dvelja ári lengur í leikskóla. Ákvörðunin hafi ekki fordæmisgildi.

5.1004230 - Forgangur í leikskóla. Lagt fram á síðasta fundi

Með sértækum aðgerðum í starfsmannamálum sem samþykkt voru vegna starfsmannaeklu var ýmsum starfshópum veittur forgangur fyrir börn í leikskóla og að viðkomandi greiði forgangsgjald. Leikskólanefnd leggur til að þessi samþykkt verði felld úr gildi frá 1. júní 2010, þannig að einungis starfsmenn leikskóla hafi forgang eins og áður var.

6.1003196 - Erindi foreldra

Formanni leikskólanefndar falið að svara foreldrum.

7.1005041 - Ósk um breytingar í Arnarsmára vegna mjög ungra barna

Leikskólanefnd samþykkir að fjöldi barna verði takmarkaður í Arnarsmára við 18 börn fædd 2009 á yngstu deild. Þau rými sem útaf standi verði boðin eldri börnum á biðlista. Leikskólanefnd styður að hluti af lóð verði girtur af fyrir yngstu börnin.

8.1005047 - Beiðni um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Leikskólanefnd óskar eftir nánari upplýsingum og felur leikskólafulltrúa að afgreiða málið í samræmi við umræður fundarins.  

9.909518 - Önnur mál - fundir leikskólanefndar

A: Ábending um möguleg afnot af húsi Sjálfsbjargar við Elliðavatn fyrir leikskóla og grunnskóla í hverfinu. Leikskólafulltrúa falið að kanna málið.

Fundi slitið kl.

Fundi slitið - kl. 18:15.