Leikskólanefnd

102. fundur 10. janúar 2019 kl. 16:30 - 17:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Guðrún Arna Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar/heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Verkefnisstjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ, Auður Finnbogadóttir kynnir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Verkefnisstjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ, Auður Finnbogadóttir kynnti heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir íþróttaráði og leikskólanefnd.

Almenn mál

2.1510092 - Starfsáætlanir Marbakki

Starfsáætlun leikskólans Marbakka fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Marbakka.

Almenn mál

3.1611450 - Leikskóladeild-sumarlokun leiksskóla.

Tillaga að sumarlokun leikskólanna sumarið 2019.
Leikskólanefnd samþykkir að starfsfólk og foreldrar kjósi um tvær dagsetningar á sumarlokun leikskólanna. Annarsvegar loki um hádegi miðvikudaginn 26. júní og opni um hádegi miðvikudaginn 24. júlí og hins vegar loki um hádegi miðvikudaginn 10. júli og opni um hádegi fimmtudaginn 8. júlí.

Almenn mál

4.1001275 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum

Eftirlit með einka- og þjónustureknum leikskólum lagt fram.
Máli frestað til næsta fundar.

Almenn mál

5.1402501 - Ósk um að flytja skipulagsdag

Fifusalir biður um tilfærslu á skipulagsdegi fyrir fyrirhugaða námsferð í vor.
Leikskólanefnd samþykkir tilfærslu á skipulagsdegi með fyrirvara um samþykki foreldraráðs.

Fundi slitið - kl. 17:45.