Leikskólanefnd

96. fundur 23. ágúst 2018 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Bergþóra Þórhallsdóttir aðalmaður
  • Hannes Þórður Þorvaldsson aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Guðrún Arna Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Valéria Kretovicová áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1808771 - Menntasvið-kynning á sviði og deildum

Kynning á menntasviði og leikskólum Kópavogs
Sviðsstjóri, deildarstjóri og starfsmenn leikskóladeildar kynntu starfsemi menntasviðs með áherslu á leikskóladeild.

Almenn mál

2.15082674 - Fundaráætlun leikskólanefndar

Fundaráætlun leikskólanefndar fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu að fundaráætlun fyrir skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

3.17082152 - Leikskóladeild-mönnunarmál 2018

Staðan í starfsmannamálum í byrjun skólaárs kynnt
Deildarstjóri leikskóladeildar sagði frá stöðu mönnunarmála í leikskólunum.

Almenn mál

4.1510045 - Starfsáætlanir Dalur

Starfsáætlun leikskólans Dals, fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Dals fyrir skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

5.1510032 - Starfsáætlanir Austurkór

Starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

6.1510066 - Starfsáætlanir Efstihjalli

Leikskóladagatal leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir skóladagatal leikskólans Efstahjalla fyrir skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

7.1510082 - Starfsáætlanir Kópahvoll

Leikskóladagatal leikskólans Kópahvols fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir skóladagatal leikskólans Kópahvols fyrir skólaárið 2018-2019.

Fundi slitið - kl. 19:00.