Leikskólanefnd

94. fundur 17. maí 2018 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
  • Stefán Ómar Jónsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Leikskólanefnd þakkar aðstoðarleikskólastjóra Furugrundar Önnu Björgu Hilmarsdóttur fyrir áhugaverða kynningu á starfi leikskólans. Einnig þakkar nefndin fyrir góðar veitingar.

Almenn mál

1.1510161 - Skipulagsdagar Núpur

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdegi fyrir leikskólaárið 2018-2019.
Leikskólanefnd hafnar beiðni um tilfærslu á tveimur skipulagsdögum fyrir leikskólaárið 2018-2019.

Almenn mál

2.1510109 - Starfsáætlanir Sólhvörf

Starfsáætlun leikskólans Sólhvarfar lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Sólhvarfa.

Almenn mál

3.1602303 - Reglur Kópavogsbæjar um tilfærslu á skipulagsdegi leikskóla Kópavogs.

Reglur Kópavogsbæjar um tilfærslu á skipulagsdegi leikskóla lögð fram til samþykktar.
Leikskólanefnd samþykkir reglur Kópavogsbæjar um tilfærslu á skipulagsdögum með samþykktum breytingum.

Almenn mál

4.1804227 - Menntasvið-daggæslumál

Kynning á aðgerðum í daggæslumálum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 8. maí sl.
Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri leikskóladeildar kynntu nýjar aðgerðir í daggæslumálum í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 18:00.