Leikskólanefnd

89. fundur 14. desember 2017 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.1706625 - Menntasvið-fjárhagsáætlun 2018

Fjárhagsáætlun 2018 fyrir leikskóla kynnt
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, og Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar, kynntu aðgerðir í leikskólamálum í fjárhagsáætlun 2018.

Almenn mál

2.1107041 - Menntasvið-sameiginlegir skipulagsdagar leik- og grunnskóla.

Tillaga um skipulagsdaga í leik- og grunnskólum fyrir skólaárið 2018-2019.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu um skipulagsdaga í leik- og grunnskólum skólaárið 2018-2019.

Almenn mál

3.1611450 - Leikskóladeild-sumarlokun leikskóla.

Tillaga að sumarlokun leikskólanna sumarið 2018
Leikskólanefnd samþykkir að starfsfólk og foreldrar kjósi um tvær dagsetningar á sumarlokun leikskólanna. Annarsvegar loki um hádegi föstudaginn 29. júní og opni um hádegi mánudaginn 30. júli og hins vegar loki um hádegi miðvikudaginn 11.júlí og opni um hádegi miðvikudaginn 8. ágúst.

Almenn mál

4.1409536 - Daggæsla-samningar

Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi.
Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Almenn mál

5.1510092 - Starfsáætlanir Marbakki

Starfsáætlun leikskólans Marbakka fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram til samþykktar
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Marbakka.

Almenn mál

6.1510078 - Starfsáætlanir Furugrund

Starfsáætlun leikskólans Furugrundar fyrir skólaárið 2017-1018 lögð fram til samþykktar
Leikskólanefnd samþykkir starfsáætlun leikskólans Furugrundar.

Almenn mál

7.1510139 - Skipulagsdagar Austurkór

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdögum fyrir skólaárið 2018 -2019
Leikskólanefnd hafnar beiðninni. Hefð hefur verið fyrir því að leikskólanefnd heimili eingöngu færslu á einum skipulagsdegi á skólaárinu.

Almenn mál

8.1608860 - Ósk um breytingar á skipulagsdögum v. námsferðar vorið 2017.

Beiðni um tilfærslu á skipulagsdögum
Leikskólanefnd hafnar beiðninni. Hefð hefur verið fyrir því að leikskólanefnd heimili eingöngu færslu á einum skipulagsdegi á skólaárinu.

Almenn mál

9.1602817 - Leikskóladeild-áframhald á rannsókn.Útbreiðsla ónæmra baktería hjá leikskólabörnum.

Beiðni um framlenginu á leyfi til rannsóknar á útbreiðslu ónæmra bakterí hjá leikskólabörnum
Leikskólanefnd samþykkir beiðnina að fengnu leyfi foreldra og leikskólastjóra.

Fundi slitið - kl. 18:30.