Leikskólanefnd

80. fundur 16. mars 2017 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

1.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Garðyrkjustjóri kynnir skýrslu um leikskólalóðir í Kópavogi og tillögur starfshóps um endurgerð þeirra. Jafnframt er lögð fram tillaga um skiptingu 30 mkr. fjárveitingar í endurnýjun leikskólalóða 2017.
Garðyrkjustjóri kynnti skýrsluna skemmtilegar leikskólalóðir sem m.a. inniheldur tillögur starfshóps um endurgerð þeirra og forgangsröðun.
Leikskólanefnd samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um forgangsröðun við endurgerð leikskólalóða og ráðstöfun 30 mkr. í verkefnið með öllum greiddum atkvæðum.

2.1702625 - Umsókn um leyfi til daggæslu.

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um leyfi til daggæslu.

3.1205155 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um endurnýjun leyfis til daggæslu.

4.1702132 - Smárakot - aðstaða fyrir dagforeldra.

Leikskólanefnd vísar málinu til menntasviðs til úrvinnslu.

5.1702434 - Leikskóladeild-Óskað eftir leyfi til rannsóknarverkefnis

Leikskólanefnd samþykkir málið fyrir sitt leyti.

6.1510086 - Starfsáætlun leikskólans Læk

Starfsáætlun leikskólans Læks lögð fram.

7.1510078 - Starfsáætlun leikskólans Furugrundar

Starfsáætlun leikskólans Furugrundar lögð fram.

8.1703769 - Beiðni um seinkun á grunnskólavist

Beiðni um frestun grunnskólagöngu samþykkt einróma.

9.1701656 - Beiðni um að taka þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku

Leikskólanefnd vísar málinu til bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.