Leikskólanefnd

79. fundur 09. febrúar 2017 kl. 16:30 - 22:59 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá
Fundurinn haldinn í leikskólanum Núp

1.1702165 - Daggæsla-Könnun fyrir foreldra 2016

Daggæslufulltrúi kynnti niðurstöður foreldrakönnunar sem gerð var í október sl. Svarhlutfall var gott eða tæplega 75% foreldra svöruðu og eru þeir mjög eða frekar ánægðir með þjónustu dagforeldra 95%. Leikskólanefnd fagnar niðurstöðum könnunarinnar.

2.1503164 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um endurnýjun leyfis til daggæslu.

3.1209411 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir beiðni um endurnýjun leyfis til daggæslu.

4.1611450 - Leikskóladeild-sumarlokun leiksskóla 2017.

Leikskólanefnd hefur til skoðunar á hverju ári sumarlokun leikskóla, í samstarfi við starfsmenn menntasviðs Kópavogsbæjar, leikskóla og foreldra leikskólabarna. Reynt er að taka tillit til allra sjónarmiða s.s. þarfir barna, foreldra og starfsmanna. Það er óhjákvæmilegt að niðurstaða samráðsins henti ekki öllum. Núverandi fyrirkomulag hefur gengið vel að flestra mati og mun leikskólanefnd halda áfram að sækjast eftir að koma til móts við þarfir Kópavogsbúa.

5.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Leikskólanefnd fagnar Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Markmið lýðheilsustefnu eru metnaðarfull og til þess gerð að stuðla að betra samfélagi og gera Kópavogsbæ að eftirsóknaverðum stað að búa á. Að hvetja til heilbrigðari lífsstíls er öllu samfélaginu til góðs. Með stefnunni verður unnið að því að skapa umhverfi sem stuðlar að hreyfingu og útivist og bættu öryggi í umhverfi bæjarbúa. Mikilvægt er að innleiðingin verði sýnileg bæjarbúum og framkvæmd hennar teygi sig út í allt samfélagið. Lykillinn að því að ná árangri með markmiðum lýðheilsustefnu er að samfélagið allt taki þátt í innleiðingunni.
Gunnlaugur Snær Ólafsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í leikskólanefnd, leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrirliggjandi drög bera einkenni þess að mikil vinna sé þeim að baki og ekki síst mikill metnaður. Hinsvegar er fátt í drögunum sem snýr sérstaklega að leikskólum. Einnig hafa sumir leikskólar þegar innleitt "heilsueflandi samfélag" sem er á vegum Landlæknis. Ekki virðast drögin gefa til kynna neitt sem mun nýtast leikskólum betur eða til viðbótar við það sem þegar er innifalið í átaki Landlæknisembættisins.

Í ljósi þessa myndi vera einfaldara, hagkvæmara og markvissara að skikka alla leikskóla Kópavogs til þess að taka þátt í fyrrnefndu verkefni Landlæknis.

Fundi slitið - kl. 22:59.