Leikskólanefnd

78. fundur 23. janúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Boðað var til sameiginlegs fundar allra fastanefnda á Menntasviði Kópavogs, til að kynna drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar sem lögð voru fram til umsagnar á 77. fundi leikskólanefndar þann 15.desember sl.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri greindi frá með hvaða hætti upplýsingaöflun og útvinnsla fyrirliggjandi gagna fór fram, og þeim verkferlum sem stýrihópur verkefnisins fylgdi við framsetningu á fyrirliggjandi drögum að lýðheilsustefnu Kópavogs.
Að lokinni kynnningu Sigríðar Kristínar verkefnisstjóra var fundarmönnum gefinn kostur á fyrirspurnum sem og að koma á framfæri athugasemdum varðandi fyrirliggjandi drög. Almennar umræður. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.1701611 - Rannsókn og greining-könnun 2016

Boðað var til sameiginlegs kynningarfundar fastanefnda Menntasviðs á niðurstöðum rannsóknar fyrirtækisins Rannsókn og Greining, sem gerð var meðal nemenda í 8., 9., og 10. bekk grunnskólans árið 2016.
- Ungt fólk 2016, Lýðheilsa ungs fólks í Kópavogi -.
Á fundinn kom Margrét Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi R&G og kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Almennar fyrirpurnir og umræður Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.