Leikskólanefnd

10. fundur 07. september 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1008228 - Starfsmannamál - Leikskólanefnd 07.09.2010

Leikskólanefnd samþykkir að umsækjendur verði ráðnir, flutningar í starfi heimilaðar, launalaust leyfi veitt. Leikskólanefnd samþykkir einnig óskir starfsmanna um að fresta uppsögnum.

2.1006497 - Starfsáætlun leikskóla Kópavogs 2010-2011

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla: Dalur, Arnarsmári, Álfaheiði, Fífusalir, Fagrabrekka, Marbakki, Furugrund, Smárahvammur, Kópahvoll, Kópasteinn, Núpur, Rjúpnahæð, Grænatún, Efstihjalli og Urðarhóll.

Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir vel unnum áætlunum.

3.1001080 - Vefsíðumál leikskóla

Leikskólanefnd óskar eftir að forstöðumaður tölvudeildar mæti á fund nefndarinnar þann 5. október.

Leikskólanefnd óskar eftir upplýsingum frá leikskólunum um tölvukost.

4.1008229 - Sumarlokun leikskóla 2011

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.1009022 - Beiðni um að vinna rannsókn um fagmennsku og samstarf í leikskólum

Leikskólanefnd samþykkir óskina. Fyrir liggur samþykki frá öllum leikskólastjórum leikskóla Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 18:15.