- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Leikskólanefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um kr. 20.000.-
Sæmundur Valdimarsson, forstöðumaður upplýsinga og tæknideildar og Bent Marinosson, vefstjóri, mættu á fundinn. Sæmundur upplýsti að skipta ætti út 7 tölvum í ár. Hver tölva í notkun hefur kostnað í för með sér. Rekstrarkostnaði tölvudeildar er deilt jafnt út á allar tölvur bæjarins.
Lögð fram könnun á tölvueign og tölvutengingum í leikskólum Kópavogs. Skv. þeirri könnun eru einungis 3 tölvur frá Kópavogsbæ samtals fyrir börn í öllum leikskólunum, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir skv. Aðalnámskrá, að leikskólabörn hafi aðgengi að tölvum. Formaður fól Sæmundi að kanna með þráðlausar tengingar í leikskólunum, en tengingar inn á deildir eru yfirleitt alls ekki fyrir hendi. Miðað við að tölvur væru settar á eldri deildir kallaði það á u.þ.b. 36 tölvur. Leikskólanefnd telur að mjög brýnt sé að tölvukostur fyrir börn sé aukinn til að mæta kröfum í Aðalnámskrá leikskóla.
Bent rakti vinnu sem er í gangi varðandi vefsíðugerð í Kópavogi. Leikskólanefnd leggur áherslu á að heimasíður leikskólana séu aðgengilegar og upplýsingar samræmdar.
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun Baugs, Sólhvarfa og Álfatúns.
Leikskólanefnd samþykkir verktakasamninginn fyrir sitt leyti
Rætt um hugsanlega vetrarfrídaga í leikskólunum, sem nefndin telur æskilega. Leikskólanefnd felur leikskólafulltrúa að skoða betur hvaða leiðir séu færar. Leikskólanefnd ítrekar mikilvægi þess að skólastjórar leik- og grunnskóla samræmi skipulagsdaga/starfsdaga sína.
Ákvörðun um sumarlokun frestað til næsta fundar.
Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldra.
Lagðar fram kostnaðartölur sbr. ósk frá síðasta fundi.
Fundargerð 2. fundar leikskólastjóra lögð fram og rædd.
Leikskólafulltrúi kynnti málið og honum falið að svara foreldrum.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Leikskólanefnd samþykkir að umsækjendur verði ráðnir