Leikskólanefnd

9. fundur 06. október 2009 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi
Dagskrá

1.909512 - Starfsmannamál - fundur leikskólanefndar 06.10.2009

 Leikskólanefnd samþykkir ráðningar starfsmanna og flutning milli leikskóla. Einnig launalaust leyfi.

2.909511 - Umsókn um leyfi til rannsóknar

A: Frá Örnu Jónsdóttur,

B: Frá Kristínu Karlsdóttur.

 

Í báðum tilfellum er um að ræða rannsóknir doktorsnema í leikskólafræðum.

 

Leikskólanefnd fagnar þessum góðu umsóknum og veitir góðfúslega leyfi til að gera rannsóknirnar og óskar eftir að fá kynningu á niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

3.909513 - Fundargerðir leikskólastjóra 2009

Lögð fram fundargerð 2. fundar. 

4.909517 - Morgunverður/ávaxtastund í leikskólunum

Farið yfir málið og fyrri samþykktir. Leikskólanefnd samþykkir að tilhögun þessarra mála sé hér eftir í höndum hvers leikskólastjóra í samræmi við kostnaðaráætlanir og stefnu um hollustu.

5.909158 - Erindi frá leikskólastjóra í Marbakka

Leikskólanefnd samþykkir að ekki verði tekin inn börn á viðkomandi deild nema þau  hafi aldur til.

6.909516 - Leikskóli við Funahvarf - Farið yfir teikningar

Teikningarnar skoðaðar og ýmsum atriðum velt upp. Nefndin óskar eftir að fulltrúi tæknideildar komi á fund nefndarinnar til að ræða teikninguna.

7.909518 - Önnur mál

A: Leikskólanefnd spyr um rekstraryfirlit og aðra eftirfylgni bæjarins vegna útboðsleikskólanna sbr. samninga.

 

Fundi slitið - kl. 18:15.