Leikskólanefnd

47. fundur 01. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1312216 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið.

2.1403502 - Beiðni um viðbótarkönnun

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

3.1403621 - Könnun fyrir foreldra hjá dagforeldrum í Kópavogi 2014.

Könnunin kynnt og rædd. Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju með hversu foreldrar eru almennt ánægðir með daggæsluna sbr. niðurstöður könnunarinnar.

4.1402103 - Fækkun barna í leikskólanum

Leikskólanefnd vísar til samþykktar nefndarinnar frá síðasta fundi, sem haldinn var 4. mars um viðmið um fjölda barna ofl. Leikskólanefnd mælir með að byrjað verði að skoða aðstæður í Dal þegar farið verður í úttekt sbr. viðmiðin.

5.1308573 - Hvernig er hægt að laða inn fleiri leikskólakennara í leikskóla Kópavogs

Málið rætt og frestað til næsta fundar nefndarinnar svo nefndarmönnum gefist tækifæri til að skoða tillögur. Ljóst er að kjarasamningar FL eru lausir 30. apríl og í því ljósi eðlilegt að afgreiða málið í byrjun maí.

Fundi slitið - kl. 19:00.