Leikskólanefnd

53. fundur 11. desember 2014 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Marteinn Sverrisson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttit sviðsstjóri
Dagskrá

1.1411389 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Frestað til næsta fundar.

2.1009047 - Daggæsla. Endurnýjun á leyfi

Frestað til næsta fundar.

3.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd staðfestir námskrá leikskólans Efstahjalla.

4.1406174 - Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirfarandi leikskóla:
Núps, Efstahjalla, Rjúpnahæðar, Lækjar, Urðarhóls, Kórs og Waldorfleikskólans Yls í Lækjarbotnum.
Leikskólanefnd staðfestir ekki starfsáætlun leikskólans Aðalþings á þessu stigi, vegna frávika frá samræmingu skipulagsdaga.

5.1412036 - Leikskóladeild-Tölulegar upplýsingar um leikskóla 2014.

Frestað til næsta fundar

6.1411138 - Leikskóladeild-Eftirlit 2014

Sigurlaug Bjarnadóttir, leikskólaráðgjafi, kynnti niðurstöður eftirlits í leikskólanum Yl.

7.1411140 - Leikskóladeild-Eftirlit 2014. Undraland

Sigurlaug Bjarnadóttir, leikskólaráðgjafi, kynnti niðurstöður eftirlits í leikskólanum Undralandi.

8.1411133 - Leikskóladeild-Eftirlit 2014

Sigurlaug Bjarnadóttir, leikskólaráðgjafi, kynnti niðurstöður eftirlits í heilsuleikskólanum Kór.

9.1411131 - Leikskóladeild-Eftirlit 2014

Sigurlaug Bjarnadóttir, leikskólaráðgjafi, kynnti niðurstöður eftirlits í leikskólanum Aðalþingi.

10.1411295 - leikskóladeild-Ósk um fækkun barna í Arnarsmára.

Leikskólanefnd vísar í samþykkt nefndarinnar frá 4. mars 2014 varðandi viðmið um fjölda barna í leikskólum sem felur í sér úttekt á húsnæði leikskólanna m.t.t. samþykktra viðmiða.

11.1412050 - Leikskóladeild-Aðalþing,skipulagsdagar 2014-2015

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum dags. 12. febrúar 2013 að skipulagsdagar leik- og grunnskóla skyldu samræmdir fyrir skólaárið 2014-2015. Leikskólanefnd ber að framfylgja þeirri samþykkt.
Beiðnir um undanþágur ber að leggja fyrir leikskólanefnd til samþykktar. Sbr. 8.gr. þjónustusamnings við leikskólann Aðalþing ber rekstraraðilum að óska skriflega eftir heimild leikskólanefndar til að víkja frá stefnumörkun yfirvalda leikskólamála. Þar sem leikskólinn gerði það ekki sér leikskólanefnd sér ekki fært að heimila skipulagsdaga á umræddum tíma og vísar erindinu til bæjarráðs.

12.1411379 - Leikskóladeild-ósk um að vinna rannsókn haust 2014/Landspítali.

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að sjá niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

13.1411324 - Ósk um að vinna rannsókn

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að sjá niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

14.1409239 - Leikskóladeild-fundir leikskólastjóra 2014-2015.

Lagt fram.

15.1409207 - Erindisbréf fyrir leikskólanefnd 2014

Lagt fram til kynningar.

16.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla.

Tillaga um fyrirkomulag skipulagsdaga skólaárið 2015-2016 lögð fram.
Lagt fram og frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.