Leikskólanefnd

46. fundur 04. mars 2014 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Egill Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1304140 - Viðmið um fjölda barna í leikskólum. Hagsmunir barna, velferð og vellíðan



Lögð fram tillaga leikskólafulltrúa sem vann viðmiðin að beiðni leikskólanefndar.


Leikskólanefnd samþykkir tillöguna.

2.1301134 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Leik- og grunnskóladeild vann samskiptareglurnar að beiðni jafnréttis- og mannréttindarnefndar og voru þær samþykktar í nefndum á vormisseri 2013. Bæjarstjórn óskaði eftir því á fundi sínum 14. maí 2013 að þær færu í ýtarlegra umsagnarferli eða til allra foreldra í Kópavogi. Nokkrar athugasemdir komu fram og hafa reglurnar verið endurskoðaðar í ljósi þeirra.



Leikskólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.


Sigurður Grétarsson bókar: "ég legg til að eftirfarandi verði bætt inn í reglurnar:"Trúboð í skólum og eða í ferðum á vegum skóla er alfarið bannað. Skilgreina þarf mörkin á milli trúboðs og fræðslu"

3.1402707 - Túlkunarþjónusta í leikskólum

Er ástæða til að setja reglur um túlkaþjónustu?


Sviðstjóra falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum og kanna lagalegan grunn þessa máls.

4.14021018 - Leyfi til daggæslu barna


Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um að öllum tilskyldum gögnum sé skilað inn og að það sé mat daggæslufulltrúa að þau séu fullnægjandi.

5.14021017 - Leyfi til daggæslu barna



Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um að öllum tilskyldum gögnum sé skilað inn og að það sé mat daggæslufulltrúa að þau séu fullnægjandi.

6.14021123 - Reglur um dvöl barna hjá dagforeldrum

Lagðar fram nýjar reglur - smávægilegar breytingar frá fyrri reglum


Leikskólanefnd samþykkir reglurnar.

7.1402964 - Ósk um að vinna rannsókn í leikskólum


Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

8.14021129 - Sótt um leyfi til að hafa samband við leikskólastjóra í Kópavogi.


Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður

9.14021200 - Ósk um að vinna rannsókn í leikskólum

Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.


 

Fundi slitið - kl. 18:30.