Leikskólanefnd

16. fundur 01. mars 2011 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.11011068 - Umsókn um styrk til náms- og kynnisferðar hóps til London

Leikskólanefnd samþykkir að styrkja hvern starfsmann um 10 þúsund krónur vegna ferðarinnar.

2.11011069 - Umsókn um styrk til náms- og kynnisferðar hóps til London

Leikskólanefnd samþykkir að styrkja hvern starfsmann um 10 þúsund krónur vegna ferðarinnar.

3.1102081 - Styrkumsókn vegna náms- og kynnisferðar hóps

Leikskólanefnd samþykkir að styrkja hvern starfsmann um 10 þúsund krónur vegna ferðarinnar.

4.1102400 - Umsókn um styrk til náms- og kynnisferðar hóps

Leikskólanefnd samþykkir að styrkja hvern starfsmann um 10 þúsund krónur vegna ferðarinnar.

5.11011065 - Beiðni um breytingu á töku skipulagsdaga

Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldra.

6.1102084 - Beiðni um leyfi til að taka tvo samfellda skipulagsdaga

Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldra.

7.1102372 - Beiðni um samþykki leikskólanefndar fyrir tveimur samliggjandi skipulagsdögum

Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldra.

8.1102327 - Ósk um samþykki leikskólanefndar vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks til New York

Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldra.

9.1003122 - Fagleg ársskýrsla leikskóla Kópavogs 2009-2010

Lögð fram. Leikskólanefnd þakkar leikskólafulltrúa fyrir vel unna skýrslu.

10.1102221 - Ósk foreldra um frestun á skólagöngu

Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, á grundvelli fyrirliggjandi vel rökstuddra gagna frá fagaðilum, og mælir með samþykkt þess við bæjarráð.

Í framhaldi er Menntasviði falið að móta reglur og verkferla varðandi sambærilegar óskir, til að tryggja jafnræði og samfellu í námi barna.

11.1101952 - Dagur leikskólans 2011

Dagur leikskólans sem er 6. febrúar var haldinn hátíðlegur í öllum leikskólum Kópavogs, reyndar 4. febrúar.

12.1009232 - Úttektir á leik- og grunnskólum - Auglýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis




Leikskólanefnd fagnar jákvæðri niðurstöðu úttektaraðila um fagstarf í Álfaheiði og lýsir yfir ánægju sinni með það þróunarstarf sem þar hefur verið í gangi undanfarin ár.


Leikskólafulltrúa og formanni leikskólanefndar, í samstarfi við leikskólastjóra, er falið að vinna umsögn til bæjarráðs varðandi þær athugasemdir sem fram komu.


Bókun frá Gunnlaugi Snæ Ólafssyni: Óskað er eftir því að málum sem er vísað til leikskólanefndar frá bæjarráði fylgi skýrari fyrirmæli um til hvers er ætlast af nefndinni.

13.1102252 - Námskeið fyrir skólanefndir vorið 2011

Lagt fram.

Önnur mál

a: Fulltrúi foreldra sendi á formann leikskólanefndar fimm erindi 24. febrúar sl., sem snúa að umhverfi leikskóolanna í Kópavogi. Erindin lúta að 1)Fjárhags- og rekstrarstöðu leikskóla Kópavogs, 2) Hagræðingartillögum leikskólastjóra, 3) Starfsmannastefnu Kópavosgs, umhverfi leikskólans,

Fundi slitið - kl. 18:15.